Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 53
46
Afstæðiskenningin.
[Skirnir
ingu, og þar sem B er á jafnri hreyfingu, breytist hraði
C gagnvart B eins á annari mínútunni, eins og hann
breyttist gagnvart A á þeirri fyrstu. Eftir tvær mínútur
er því hraði C gagnvart B orðinn 5^, en það þýðir að
hraði C er þá orðinn 10 gagnvart A, segir hreyfing-
arfræðin, þar sem hraði B gagnvart A er 5 Þessvegna,
segir hún, hefir hraði C aukist jafnt á annari minútunni
eins og þeirri fyrstu, hraði hans er jafn-vaxandi.
En þetta er nú ekki rjett, vegna þess að B og A
mæla ekki tímann eins, þar sem hraði B gagnvart A er
5 Þó að B hafi 5 ^ hraða gagnvart A, og C ^
hraða gagnvart B, þá hefir C samt ekki 10 hraða gagn-
vart A, heldur dálitið minni1, því að þeir A og B mæla
hraða C hvor á sinn kvarða, þar sem þeim kemur ekki
saman um tímamælinguna —.
Þess var áður getið, að ef gerð er fysisk tilraun niðri
i káetu í skipi, sem fer fulla ferð í sljettum sjó, verður
niðurstaða þeirrar tilraunar eins og hún hefði verið gerð
á þurru landi.
Hugsum oss að tilraunin væri fóigin í því, að velta
kúlu yfir borð, sem stendur á gólfinu (lárjett). Kúlan velt-
ur þá þvert yfir borðið, og það eins, hvort jeg velti henni
eftir hreyfingarstefnu skipsins, eða þvert á hana, nákvæm-
lega eins og hún mundi gera ef skipið væri tjóðrað við
hafnarbakkann. öðru máli er að gegna, ef skipið breytir
hreyfingu sinni, beygir af stefnunni, eykur hraðann eða
stöðvast. Jeg býst við, að allir kannist við það, að þegar
maður situr í aftursæti á mótorvagni og hallar sjer aftur
að bakhægindinu, finnur maður eins og þrýsting á bakið
á sjer meðan vagninn er að herða ferðina, en situr eins
og í stól, þegar hann hefir fengið fulla ferð, og heldur
henni óbreyttri Meðan vagninn er að herða ferðina, er
breyting hans »ójöfn« — accelereruð — hraðinn er vax-
1) Þetta hefir aftar áhrif á fyld (massa) líkama. Hún mælist þeim
meiri, sem er á hreyfingn gagnvart líkamannm, heldnr en þeim, sem er
kyr gagnvart honnm.