Skírnir - 01.01.1922, Page 54
Skiruir] Afstæðiskenningin. 47
andi, en þegar hann hefir fengið fulla ferð er hreyfingin
»jöfn«.
Ef skipið væri að fara af stað, og hraði þess yxi
eins ört og hraði mótorvagnsins, mundi maður verða hins
sama var í skipinu eins og í vagninum. Maður gæti þá
ekki staðið kyr í káetunni nema með því að halla sjer
nokkuð áfram í hreyfingarstefnu skipsins.
Hugsum okkur nú að gerð væri tilraunin, sem fyr
var nefnd, á skipi með mjög
vaxandi hraða. Þá verð-
ur niðurstaðan ekki eins
og áður. Sje þá kúlunni
velt yfir borðið, þvert á
hreyfingarstefnu skipsins,
veltur hún ekki beint yfir
það, heldur í parabóluboga
aftureftir því(6.mynd örin
að ofan sýnir stefnu skips.).
Þessari sömu niðurstöðu mundi maður lcomast að þó
að slápið vœri kyrt, ef Idrjettur þyngdarlcraft-
ur verkaði aftur eftir skipinu.
Sá lárjetti þyngdarkraftur mundi þá draga kúluna í
parabóluboga aftur eftir borðinu, nákvæmlega eins og
hinn venjulegi þyngdarkraftur dregur steininn sem kast-
að er beint út, svo að hann fer í parabóluboga niður á
við.
Nú segir gamla hreyfingarfræðin:
Þó að sTcipið sje d j afnri hreyfingu, get jeg skoðað
það Tcyrt, þvi að ef gerð er fysisk tilraun niðri í Jcáetunni
verður niðurstaðan sú sama, hvort það er d jafnri ferð, eða
það er tjóðrað við hafnarhaTckann (kúlan veltur í báðum
tilfellum þvert yfir borðið).
En Einstein segir:
Þó að skipið sje d ójafnri hreyfingu — þó að hrað-
inn sje vaxandi — get jeg samt skoðað það kyrt. Jeg þarf
ekki annað ren að hugsa mjer að í káeturúminu verki ld-.
rjettur þyngdarkraftur aftur eftir skipinu. Ef gerð er fysisk
>~