Skírnir - 01.01.1922, Side 57
50
Af8tæðiskenningin.
[Skirnir
svið, aem er eins háttað og káetunni í skipinu. Á þvi
rúmsviði verka þyngdarkraftar í áttina til sólarinnar. Sje
nú í stað þessara þyngdarkrafta sett acceleruð hreyfing
sólkerfisins í öfuga átt, hlýtur jörðin að verða fyrir ein-
hverjum geislum, sem annars hefðu farið framhjá henni,
V /
%
Os
fuj
t Os 9
8. mynd.
t. d. geislanum g, eins og punktamyndin af sólunni og
jörðunni sýnir. Stjarnan sjest með öðrum orðum frá
jörðunni þrátt fyrir það, þó að geislinn stefndi fram hjá
henni. Fyrir okkar sjónum, sem skoðurn jörðina kyrra,
hlýtur það að líta út eins og geislinn hafi svignað í átt-
ina til jarðarinnar, við það að fara fram hjá sólunni.
Hann kemur því til jarðarinnar úr nokkuð annari stefnu,
en hann upphaflega hafði, svo að stjarnan sýnist lítið
eitt fjær sólu en hún er (8. mynd &). Mest kveður að
þessu um stjörnur, sem eru rjett við sól að sjá, en slíkar
stjörnur sjást venjulega ekki vegna sólarbirtunnar. En
ef sólin er almyrkvuð, sjást þær eins og aðrar stjörnur.
í maí 1919 varð almyrkvi á sólu og voru sendir tveir
rannsóknarflokkar frá Englandi, til þess að athuga hann.
Einstein hafði reiknað, að þær stjörnur, sem væru fast
við 8Ó1 að sjá, ættu að sýnast færðar 1,7 sek. úr stað.
Nú voru teknar ljósmyndir af svæðinu hringum sólina
meðan á myrkvanum stóð, og síðan mældar út myndirn-
ar. Niðurstaðan varð sú, að frá annari rannsóknarstöð-
inni sýndust stjörnurnar færðar um 1,61" en frá
hinni 198" og er sú niðurstaða hin æskilegasta,