Skírnir - 01.01.1922, Page 60
Minning
sjera Páls prófasts Björnssonar í Selárdal.
Eftir Hannes Þorsteinsson.1
Eyrirlestur haldiun i VÍBÍndafjelagi Islendinga, 7. febrúar 1922.
Um 300 ár eru nú liðin frá fæðingu þess manns, er
einna lærðastur var, mælskastur og mikilhæfastur kenni-
manna íslensku kirkjunnar á síðari hluta 17. aldar. Þessi
maður er sjera Páll prófastur Björnsson í Selárdal. Hann
var af góðum kynstofnum kominn í báðar ættir. Faðir
hans var Björn sýslumaður í Barðastrandarsýslu, son Magn-
úsar. sýslumanns hins prúða Jónssonar á Svalbarði Magnús-
sonar Þorkelssonar prests í Laufási Guðbjartssonar, og
voru þeir langfeðgar engir aukvisar. Voru þeir bræður
Jónssynir frá Svalbarði: Magnús prúði, Jón lögmaður, Sig-
urður á Reynistað og Staðarhóls-Páll einhverjir hinir at-
kvæðamestu höfðingjar hjer á landi á siðari hluta 16. ald-
ar, hver á sinn hátt, og þótti ekki dælt við þá að etja
og ekki 8mámennum hent, er þeir lögðust allir á eina
eveif. Meðal hinna næstu afkomenda þeirra bræðra voru
nafnkunnastir, Ari Magnússon i ögri, manna mestur vexti
1) XJm sjera Pál hefir harla fátt og smátt ritað verið, er telja
megi, nema dálitill kafli í Landfræðissögu Þorv. Thoroddsens II. B.
hls. 143—149. Hið eina æfÍBÖguhrot hanB frá eldri timum eru tvær
hlaðsiður í Prestaæfnm sjera Júns Halldórssonar, þvi að það, sem Jón
Þorkelsson Skálholtsrektor minnist á hann (i „Specimen Islandiæ non
harharæ11) snertir litt eða alls ekki æfiatriði hans. Sjera Páll hefir
þvi legið svo lengi óhættur hjá garði, að timi var til kominn að rífa
hann dálitið upp úr svellinu á 300 ára afmæli hans.