Skírnir - 01.01.1922, Side 61
54
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
og mikillátastur, Jón lögmaður Sigurðsson, málafylgju-
maður mikill og manna vitrastur, og Brynjólfur biskup,
dótturson Staðarhóls-Páls, einna lærðastur og mikil-
hæfastur íslenskra biskupa á síðari öldum. Föðurmóðir
sjera Páls var Ragnheiður Eggertsdóttir lögmanns Hannes-
sonar hirðstjóra Eggertssonar, en Eggert lögmaður var
dótturson Björns sýslumanns Gtuðnasonar í ögri, og þóttu
þeir frændur engin væskilmenni. En móðerni sjera Páls
var þannig háttað, að móðir hans Helga, siðari kona
Björns sýslumanns, var dóttir sjera Arngríms lærða Jóns-
sonar á Melstað, er frægastur varð íslenskra manna á
þeim tímum meðal erlendra visindamanua, fyrir rit sín og
lærdóm. Var hann, eins og kunnugt er, náfrændi Guð-
brands biskups. en fyrri kona hans, móðurmóðir sjera
Páls, var Solveig »kvennablómi« Gunnarsdóttir klaustur-
haldara á Víðivöllum Gíslasonar og Guðrúnar Magnús-
dóttur prests á Grenjaðarstað Jónssonar biskups Arasonar.
Bræður Gunnars á Víðivöllum voru þeir Árni sýslumaður
á Hliðarenda, mikill höfðingi og kynsæll, og sjera Björn
prófastur í Saurbæ í Eyjafirði, eiuna fremstur klerka
norðanlands á síðara hluta 16. aldar, og jafnan í miklum
meturn. Sonarsonarson hans var Sigurður lögmaður Björns-
son — Áður en Björn sýslumaður Magnússon kvæntist
Helgu Arngrímsdóttur hafði hann átt Sigríði Daðadóttur
frá Skarði Bjarnasonar, og fjekk með henui mikinn auð.
Einkason þeirra, hálfbróðir sjera Páls, var Eggert sýslu-
maður hinn ríki á Skarði (f 1681), mesti auðmaður hjer á
landi á 17. öld, annar en Magnús lögmaður Björnsson á
Munkaþverá, þremenningur hans. En alsystir sjera Páls
var Sigriður Björnsdóttír, móðir Björns biskups Þorleifs-
sonar á Hólum.
Sjera Páll var fæddur í Saurbæ á Rauðasandi árið
1621l, að því er næst verður komist, og ólst þar upp hjá
1) 1620, Gem vanalega hefir verið talið fæðingarár sjera Páls, er
vafalanst rangt, eins og meðal annars sjest af aldnrsákvörðun hans sjálfs
1703. Sennilegast þykir mjer, að hann hafi verið heitinn eftir Staðar-