Skírnir - 01.01.1922, Side 64
Skírnir]
Sjera Páll i Selárdal.
57'
og alt á latínu. Fengu stúdentarnir þar ágætt tækifæri til
að æfa sig í rjettri hugsun, rökfimi og mælskulist, er síð-
ar kom þeim að góðu haldi. Og hefir Páll verið þar meðal:
hinna fremstu. Fjekk hann lærdómsvottorð það frá há-
skólanum, er þá gilti sama sem guðfræðispróf [attestas],
er síðar varð, en það vottorð er nú glatað. Og loks öðl-
aðist hann 28. maí 1644 hið mesta hrós í heimspeki
(»primam in philosophia lauream*) ásamt Þorleifi Jóns-
syni. Voru þeir, er þennan heiður hlutu, nefndir »bacca-
laurei philosophiæ*, og þóttiallmikill frami. 20.júní s. á. fjekk
Páll sjerstakt vottorð hjá Worm1, er s. d. reit sjera Arn-
grími, móðurföður hans, og kallar Pál þar ástkæran læri-
svein sinn, og kvaðst, ef tíminn leyfði, mundi rita fleira
um siðprýði hans, guðrækni og ágætar framfarir í öll-
um lærdómsgreinum m. fl. Hefir Páll þá verið á förum
heim til Islands. Þykir mjer sennilegast, að hann hafi dval-
ið hjá Eggert sýslumanni á Skarði, bróður sínum, frá því
að hann kom úr siglingu og fram á útmánuði 1645,.
því að engar áreiðanlegar heimildir eru fyrir því, að hann
hafi þann vetur verið aðstoðarkennari (heyrari) við Hólaskóla,
þótt sjera Jón Halldórsson í Hítardal telji svo í Prestaæfum,
og aðrir hafi tekið það eftir honum. Er það og auðsætt af
brjefi því á latínu, er Þorlákur biskup ritar Páli 28. okt.
1644,2 og áður er getið, að Páll hefir þá ekki á Hólum
verið. Þakkar biskup honum þar fyrir heimspekilega
ritgerð, er Páll hafði sent honum, og þykir honutn furðu
sæta, hve miklum framförum hann hafi tekið í heimspeki.
Er 8vo að sjá af brjefinu, sem Páll hafi spurt biskup ráða,
hvað hann ætti að taka fyrir; segir biskup, að ekki sjeu
nema tveir vegir fyrir hendi, annaðhvort að þreyja þolin-
móðlega hjer á landi og stunda nám, þangað til viðunan-
leglegt embætti fáist, eða þá að leita til Danmerkur, eins
t. d. Brynjólfur biskup hefði gert, þá er honum hefði
fundist framinn gerast seinfær hjer á landi, en biskup
1) öl. kgl. Saml. 3119 4to.
2) Afskrift í Þj.skjs. og J. 8. 478 4to.