Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 65
58
Sjera Páll i Selárdal.
[Skírnir
telur Pál ganga næst honum að gáfum og lærdómi. En
Páll tók þann kostinn að ílengjast hjer, og gerast prestur
á útkjálkabrauði vestur í Arnarfjarðardölum, þar sem
hann dvaldi til æfiloka, 6lVa ár samfleytt, við gnótt fjár,
«n gæfu andstæða á marga lund.
Um þessar mundir var sjera Halldór Bjarnason,
bróðursonarson Gissurar biskups, prestur í Selárdal, og
höfðu faðir hans og afi haldið þann stað á undan honum.
Varð það nú að samningum með þeim sjera Halldóri og
Páli, að sjera Halldór gaf upp hálfan staðinn, og fór þá
Páll þegar suður í Skálholt og tók þar vígslu hjá Brynj-
ólfi biskupi á Maríumessu á langaföstu (25. mars) 1645, og
hefir þá um leið líklega fengið veitingu fyrir brauðinu,
þótt ekki finnist þess getið. En Selárdalsstað allan tók
hann tveimur árum síðar (.1647), því að þá slepti sjera
Halldór honum algerlega, og andaðist ári síðar (1648).
Eftir vígsluna mun sjera Páll hafa dvalið um hríð í Skál-
holti hjá Brynjólfi biskupi frænda sínum, því að hann er
á alþingis-prestastefnu það sumar (1645). Þá um vorið
mun hann hafa kynst Helgu Halldórsdóttur, er þá var í
Skálholti hjá Margrjeti biskupsfrú, systur sinni, ásamt
móður sínni Halldóru eldri Jónsdóttur sýslumanns á Gfrund
Björnssonar Jónssonar biskups Arasonar, ekkju Halldórs
lögmanns Olafssonar. Eftir að sjera Páll var vestur kom-
inn leið ekki á löngu, áður en hann fjekk Eggert bróður
siun sem milligöngumann til að biðja Helgu sjer til handa,
því að 22. jan. 1646 reit Eggert Halldóru móður Helgu,
og bað dóttur hennar til handa bróður sínum, og jafn-
framt ritaði hann biskupi að styðja mál hans. Svaraði
Halldóra þessu ekki svo skjótt fyrir hönd dóttur sinnar,
en gaf þó ekki bein afsvör, vildi víkja þessu fyrst til
sona sinna, Benedikts sýslumanns og Hallgríms á Víði-
mýri. Brá Eggert þá við og ritaði þeim báðum í mars-
mánuði s. á. og leitaði samþykkis þeirra til þessa ráða-
hags, er eflaust hefir fengist, því að sjera Páll reið suður
um vorið, var á alþingisprestastefnu, og kvæntist Helgu
2. ágúst um sumarið (1646). Hjelt Brynjólfur biskup