Skírnir - 01.01.1922, Síða 66
Skirnir]
Sjera Páll i Selárdal.
59
brúðkaup þeirra í Skálholti. Var alúðarvinátta með þeim
frændum og svilum, biskupi og sjera Páli jafnan siðan.
Voru þá vafalaust engir lærðari menn á landi hjer í þann
tið, en þeir tveir. Svo er að sjá, sem sjera Páll hafi ekki
komið á Suðurland, að minsta kosti ekki á alþiug, eftir
1649. Þá var hann þar um sumarið, er hyllingareiðarnir
voru teknir.1 2 En Brynjólfur biskup heimsótti sjera Pál
fjórum sinnum vestur í Selárdal á yfirreiðum sínum,
sumurin 1647, 1650, 1653, og 1656, og svo hafa þeir
eflaust skrifast á, þótt brjefaskifti þeirra sjeu nú lítt kunn,
enda munu það mest hafa verið einkabrjef, er þeirra hafa
farið á milli, en allar þesskonar brjefagerðir eru svo að
segja gersamlega glataðar frá þeim tímum hjer á landi.
I einu brjefi frá 1663, er þeir biskup og sjera Torfi í
Gaulverjabæ rita. sjera Páli nefna þeir hann >okkarn elsku-
legan ástvin, bróður og náunga«.a Sjera Torfi var einnig
frændi sjera Páls og sviii, átti Sigríði Halldórsdóttur, syst-
ur Helgu.
Þá er sjera Páll reisti bú i Selárdal byrjaði hann þar
með góð efni, er hann hafði fengið að erfðum, en jók
þau brátt með dugnaði og framsýni, þvi að hann var
1) Á þessu þingi var Þorlákur biskup á Hólum, og alls ekki
ósennilegt, að Þórður son hans, er síðar varð hiskup, hafi þá verið þar
með föður sínum, 12 vetra gamall. Og það hefir því hlotið að vera í
það sinn, sem Þórður hefir sem óviti eitthvað trnflaö lærðar samræður
Brynjólfs biskups og sjera Páls, og að biskup hafi þá sagt: „Þegi þú
barn, meðan lærðir menn tala“, sem þá var ekkert óeðlilegt, en svo hef-
ir sögnin færst lengra niður í tímann, og talið Þórð biskup orðinn, er
hann fjekk þessa ofanígjöf fyrir að sletta sjer fram í samtalið og varö
þá óneitanlega meira bragð að henni. En sá er gallinn á, að það má telja
áreiðanlega vist, að þeir Brynjólfur bískup og sjera Páll hafa aldrei
fundist, eftir að Þórður varð biskup, svo að ef nokkur fótur er fyrir
þessari sögu, hefir þetta gerst 1649, þá er Þórður var barn að aldri.
Er þetta þá dæmi þes3, hversu sögusagnir flytjast til og færast jafn-
framt úr lagi.
2) Mælt er, að biskup hafi gert það einna helst fyrir tillögur
sjera Páls að taka sjera Daða Halldórsson í sátt, en áreiðanlegar heim-
ildir eru engar fyrir þeirri sögusögn, að þvi er jeg þekki.