Skírnir - 01.01.1922, Side 67
60
Sjera Páll í Selárdal.
[Sklrnir
hinn me8ti fjáraflamaður, og keypti mikið jarðagóss hing-
að og þangað, svo að hann hefir vafalaust verið einhver
hinn auðagasti klerkur á landi hjer á þeim tímum’. Var
hann og hinn mesti athafnamaður á yngri árum og til
allra aflafanga; fann hann upp betra bátalag, hentugra
til fiskiveiða, en íslenskir smiðir höfðu fyigt, og Ijet smíða
smáskútu (lítið fiskiskip) með sama lagi og Hollendingar
höfðu hjer við veiðar á sumrum, og var stundum sjálfur
formaður á henni, og aflaði þá oft ágætavel, en ekki mun
hann hafa sjóferðir tiðkað, nema þá er hann var á ljett-
asta skeiði. En sjávarútveg hafði hann jafnan mikinu í
Selárdal; var hann vel að sjer í sjómannafræði og stærð-
fræði, og reiknaði meðal annars út hnattstöðu Bjargtanga.
Á þeim tímum var einokunarverslunin í almætti sínu og
afarhörð hegning við því lögð að versla við »framandi
þjóðir«, sem kallað var, og var þar helst átt við Eng-
lendinga og Hollendinga En sjerá Páll skeytti lítt því
banni, og hafði jafnan allmikil viðskifti við Englendinga,
er voru að veiðum á sumrin þar vestur á fjöiðunum, og
brugðu sjer oft í land. Keyptu þeir þá af sjera Páli ým-
islegt, er þá vanhagaði um, fyrir aðrar vörur eða pen-
inga, en vegna hinnar afskektu legu Selárdals, bar ekki
svo mikið á þessu, enda munu sýslumennirnir, er þá voru
í Barðastrandasýslu, hafa sjeð í gegnum fingur við sjera
Pál í þessu, en það voru þeir Eggert bróðir hans og
Magnús Jónsson í Miðhlíð, bræðrungur við þá sjera Pál,
og hinn mesti vin þeirra beggja. En vorið 1681, varar
Þórður biskup sjera Pál við, að fregnir um verslun hans
við útlendinga hafi borist til eyrna Jóhanni Klein fógeta
á Bessastöðum, og gefur í skyn, að hann ætti með dálitlu
fjegjaldi í kyrþey að leysa sig frá ákæru út af þessu, er
1) Hann skifti arfi meðal 5 barna sinna, þeirra er lifðn 1688, og
vorn það nm 4 hndr. hndr. i jörðnm auk lansafjár. Svo erfði hann sið-
ar Halldór eldra son sinn, og 1703 itti hann um 3 hndr. hndr. i fast-
eign, svo að þetta hefir enginn smárœðis auður verið í jörðnm, auk
alls lansafjár.