Skírnir - 01.01.1922, Side 68
ílkirnir]
Sjera Páll i Selárdal.
61
gæti orðið stórhættulegt \ en hvort sjera Páll hafi fylgt
því ráði, er ekki kunnugt, en aldrei kom ákæra þessi
opinberlega fram, enda sennilegt, að sjera Páll hafi var-
legar farið í viðskiftum þessum, eftír að Eggert bróðir
hans var látinn (1681).
Fyrstu árin eða rúmlega fyrsta áratuginn, sem sjera
Páll hjelt Selárdal, virðist hann hafa lifað þar í kyrð og
spekt, og mest gefið sig við búskap og fjárafla, samhliða
prestsskapnum, en minna fengist við ritstörf á þeim ár-
um. Þótti hann brátt afburða mælskumaður og andríkur,
eins og vitnisburður frænda hans Magnúsar sýslumanns
Jónssonar í Miðhlíð ljósast sýnir. Er þar getið um »guðs-
orðaflutningc (þ. e. prjedikanir) sjera Páls, er »umfram
alla hluti helst yfirgengur og sjerhvert mannshjarta má
meðkenna, sem forherðingarlaust er og ekki steininum
harðara*. Vitnisburður þessi er ds. 26. des. 16561 2, og sjest
af honum, að vottorðsgefandinn hefir haft mikla trú á
fyrirbænum sjera Páls, og þykist þess fulltrúa, að þær
hafi rætst á sjer og börnum sínum, er sjera Páll hafði
gefið í hjónaband með miklum blessunaróskum. Var þá
sjera Páll fyrir skömmu (ura 1651—1653) orðinn prófast-
ur í sýslunni, og ljek flest í lyndi. En það sannaðist á
honum, að »ský fyrir sól er skjótt að draga*, því að ekki
leið á löngu, þangað til aðdragandinn hófst að þeim sorg-
arleik, er umhverfði heimilisfriði og sálarfriði sjera Páls
svo gersamlega, að þessi hálærði, gáfaði maður misti að mestu
alt taumhald á skynsamlegri íhugun og sogaðist ómótstæði-
lega niður í hringiðu hjátrúar og ofstækis. Hefir sjera
Páll verið talinn af ýmsum hinn mesti óviti 17. aldar-
innar í klerkastjett, en málsbætur má oftast nær fyrir
flestu finna, og ekki tjáir að leggja mælikvarða nútíðar-
innar hvorki á sjera Pál nje samtíðarmenn hans. Þar er svo
ólíku saman að jafna. Menn verða að gæta þess, að hin
sama trúarofstækis- og hjátrúaralda, sem hjer, gekk þá
1) Br.bók Þórðar biiknps 1681 bls. 72—73.
2) A. M. 267 4to.