Skírnir - 01.01.1922, Síða 69
62
Sjera Páll í Selárdal.
[Skírnir
yflr Norðurlönd og víðar um álfuna, og að einmitt lærðu
mennirnir og valdhafarnir bljesu drjúgum að þeim glóð-
um í ræðu og riti og með ægilegum refsingum, svo að
allur þorri manna varð sem örvita af ofboðslegri bræðslu
við hina ógurlegu »makt myrkranna*, er formyrkvaði
algerlega heilbrigða skynsemi og dómgreind, jafnvel hinna
vitrustu manna. Verður hjer vikið nokkru nánar að þeim
atburðum, er gert hafa sjera Pál alræmdan og segja má
illa ræmdan í sögu þjóðarinnar, til þess að sjá, hvort
hann eigi þann dóm fyllilega skilið, en mjög fljótt verður
yfir þetta að fara rúmsins vegna.
Það er mála sannast, að enginn einn maður á meiri
sök á galdraofsóknum og galdrabrennum 17. aldarinnar
hjer á landi en Þorleifur lögmaður Kortsson, þessi lítil-
mótlegi, einsýni og líttlærði valdsmaður, er verið hafði
skraddarasveinn, en Islendingar gerðu að lögmanni(!) sama
árið og hinir frægu Kópavogseiðar fóru fram (1662). Þótt
undarlegt megi virðast, þá hefir röggsemd Þorleifs í galdra-
málum, eftir að hann varð sýslumaður (um 1650), eflaust lyft
honum upp í lögmannssætið, og má af því marka, liversu
hugsunarháttur manna hefir þá verið kominn á villustigu
í þessum efnum, jafnvel meðal svo kallaðra »betri manna«,
og hversu hræðslan við þessa galdrasnápa hefir magnast
einmitt á næstu árum fyrir 1660 við hina rösklegu fram-
göngu Þorleifs sýslumanns í Strandasýslu1, þar sem hann
t. d. á einu ári (1654) ljet brenna 3 menn í Trjekyllisvik,
meðal annars fyrir ákærur frá taugasjúku og »hysterisku«
kvenfólki, er datt niður hrönnum saman með froðufalli
hvað eftir annað í kirkjunni í Arnesi. Skömmu síðar
(1655) hófust veikindi og »píslir« sjera Jóns Magnússonar
þumlungs á Eyri í Skutulsfirði, og brenna þeirra Kirkju-
bólsfeðga 1656, sem öllu er lýst nákvæmlega 1 Píslarsögu
sjera Jóns. Þar var Þorleifur að verki, því að hann vai'
1) Svo er að ráða af Píslarsöga ijera Jóns þamlungs, að Þorleifar
hafi stnndum látið klipa „galdramennina11 með glóandi töngum, og er
þá skiljanlegt, að hann fengi þá oft til að játa á lig þvi, er hann vildi.