Skírnir - 01.01.1922, Side 70
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
63
þá Býslumaður í ísafjarðarsýslu1 2 ásamt Magnúsi Magnús-
syni. Má geta nærri, hve mikinn ótta og óhug það hefir
vakið þar vestra, að velmetinn kennimaður kirkjunnar,
eins og sjera Jón, skyldi verða fyrir þessum hræðilegu
ofsóknum og líkamlegu píslum af völdum djöfulsins eða
fulltrúa hans, sem galdramennirnir voru taldir. Mátti nú
sjá, að prjedikun guðs orðs var ekki nægileg vernd gegn
þessu illþýði, og að stjettarbræðrum sjera Jóns gat eins
verið hætta búin sem öðrum. Sjera Páll var ekki riðinn
við mál þetta, öðruvísi en svo, að sjera Jón ritaði honum
eftir brennu þeirra Kirkjubólsfeðga 1656, og bað hann að
biðja fyrir sjer til guðs, er sjera Páll gerði, og ritaði sjera
Jóni einnig huggunarbrjef, gerði sjer og síðar ferð til
hans norður að Eyri til að hughreysta hann (sbr. Píslar-
sögu sjera Jóns, Kh. 1912 bls. 69). Voru þetta hin fyrstu
kynni sjera Páls af galdramálum. En skömmu síðar, eða
1660, veiktist einmitt Helga kona sjera Páls mjög undar-
lega, eftir því sem segir í líkræðu hennar, og er þar
beinlínis sagt, að hún hafi þá komist í hina »háskafull-
ustu orustu móti Satans eldfiugum til hverra hún oft og
ósjaldan fann, sem allra fyrst móti hennar öndu báluðust
Anno 1660«a. Þó batnaði henni samt von bráðar aftur,
án þess nokkur galdrasnápur væri brendur. Ekki er veiki
hennar lýst, en alt bendir á, að það hafi verið einskonar
geðsturlan, sprottin af mikium taugaóstyrk, hræðslu og
hjartveiki, mjög á svipaðan hátt, eins og »píslirc sjera Jóns
þumlungs, og alt eignað göldrum, enda veikin magnast
1) í Seiluannál Halldórs Þorbergssonar (Rasksiafn nr. 49) segir
svo nm Þorleif 1 sambandi við brennu þeirra Kirkjubólsfeðga: „Varð
hann af þessu mjög lofaður af öllum mönnum og nafnfrægur, þar hon-
um lukkaðist svo vel af að koma þeirri vondu djöfuls konst“. Þessi
ummæli sýna ljóslega, með hve mikilli aðdáun samtíðarmenn Þorleifs
litu á framkvæmdir hans. Hann hefir beinlinis verið skoðaður sem
verndari eða hjargvattur þjóðarinnar(i), að minsta kosti lengi fram eftir.
2) Svo heinlinis i Lhs. 43 4t°, og verður því ekki rekið, þótt ver-
ið geti, að ártalið sje misritað fyrir 1669. Greptrunarminning Helgu
i þessu handriti mun samin af tengdasyni hennar sjera Sigurði prófasti
Jónssyni i Holti i Önundarfirði.