Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 71
64
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
og margfaldast við hina ofboðslegu galdrahræðslu nótt og
og dag. Og þessi ótti hefir einnig gripið þá, er bæði voru
andlega og líkamlega heilbrigðir, en urðu daglega að
horfa á þessar hörmungar og kvalir ástvina sinna, svo að
þeir hafa smátt og smátt veiklast, mist jafnvægið, farið
að skoða þetta á sama hátt sem sjúklingurinn og aðrir
vandamenn, og trúað því fullum fetum, að þetta gæti
ekki af öðru stafað en ilsku vondra manna, fulltrúa djöf-
ulsins, galdramannanna. Þessi undarlegi veikleiki Helgu
konu sjera Páls hefir svipt hann allri rólegri ihugun og
valdið þessum einkennilega ofsa í framkomu hans, er
gekk óviti næst, svo að þessi ógurlega galdrahræðsla
varð honum að þeirri óheillaþúfu, sem hann hnaut svo
hraparlega um, að hann varð ráðbani nokkurra fávísra
vesalinga, lærdómi sínum og gáfum til minkunar, sam-
kvæmt áliti flestra seinni tiðar manna.
Árið 1665 andaðist fljótlega sjera Sigurður Jónsson i
ögurþingum, ungur prestur og vel lærður. Var dauði
hans eignaður bónda þar í sókninni, Þórarni Halldórssyni,
og strauk hann, en náðist loks og var brendur á alþingi
1667. Sama ár andaðist i Bæjum á Snæfjallaströnd sjera
Þórður Sveinsson, hinn mesti gáfu- og lærdómsmaður, og
hafði um tíma verið hjá sjera Páli í Selárdal, en síðar í
Skálholti, varð þar á einu augabragði »sjónlaus, heyrn-
arlaus, mállaus og vitlaus«, og var síðar fluttur á kvik-
trjára vestur til bróður síns að Bæjum, þar sem hann
andaðist. Þótti sýnt, að illur andi væri valdur að veik-
indum hans og dauða. Höfðu nú galdrasnáparnir fært
sig það upp á skaftið, að þeir ljetu sjer ekki lengur nægja
að kvelja sjálfa keunendur guðs orðs, eins og sjera Jón
þumlung, heldur gerðu alveg út af við þá, og má geta
nærri, hvílík ógn og skelfing hefir gripið fólk þar vestra
út af þessum ófögnuði, enda leið nú ekki á löngu að
Selárdalsfarganið hófst í algleymingi sinum veturinn 1668
—1669. Veiktist þá enn Helga kona sjera Páls, og enn
afskaplegar en fyr. Eignaði hún og aðrir þetta manni
nokkrum þar í sókninni, Jóni Leifssyni, vegna þess, að