Skírnir - 01.01.1922, Page 73
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
65
hún hafði lagt á móti honum, er hann leitaði eiginorðs
til þjónustustúlku hennar. Kvað nú svo mikið að þesaum
galdrabýsnum í Selárdal, að sjera Páll og kona hans,
börn þeirra og hjú flýðu af staðnum og höfðust við á bæ
þar i grendinni1. Kom þá Eggert sýslumaður bróðir pró-
fasts vestur þangað, samkvæmt áskorun hans, ljet hand-
taka Jón Leifsson, dæma hann og brenna þegar vorið
1669 nokkru fyrir alþing. Var mælt, að Jón hefði játað
sig sannan að sök um veikindi Helgu og ófagnaðinn í
Selárdal, en eignað þetta lærimeistara sínum í listinni,
Erlendi nokkrum Eyjólfssyni, er síðar var handsamaður,
en þverneitaði öllu, nema að hann hefði fengið Jóni eina
galdramynd, ausukross svonefndan. Var svo Erlendur
færður Þorleifi lögmanni Kortssyni á Þingeyrum, sem
sennilega hefir þá hitað tengurnar sinar, því að mælt var
að Erlendur hefði þá játað á sig ýms óhæfuverk með
fjölkyngi framin, svo að Þorleifur gamli var þá fljótur
að dæma hann til dauða og láta brenna hann vestantil í
Nesskógi i Vesturhópi haustið 1669. En Eggert sýslu-
maður fjekk dauðadóm sinn yfir Jóni Leifssyni staðfestan
á alþingi um sumarið (1669) með þakklæti frá lögrjett-
unni og lögmönnum til þeirra sýslumanna »sem svo rjett-
víslega og guðrækilega framfylgja rjettinum í svoddan
1) í A. M. 152 8vo eru nokkur kvœði, sem snerta þetta Selár-
dalefargan, og eru að minita kosti tvö þeirra ort af Helgu konu sjera
Páls, eða í nafni hennar; eru það hænarkvæði og ákall um vernd
gegn árásum djöfulsins. Hefst þar eitt erindið svo: „Helga biður þig
Halldórsdóttir | herra guð að aumkva sig“ o. s. frv. Þar er og þess
getið, að þau hafi flúið staðinn (Selárdal) þvi að þar segir: „Verðu
staðinn fyrir þeim fjanda | sem fælt oss hefir þaðan á hurt“ o. s. frv.
Þriðja kvæðið er beiskyrt særingakvæði til djöfulsins, en hið fjórða
bænarkvæði, um að árásum djöfulsins og galdravarga linni á „þann góða
guðs orðs þjenara sjera Pál i Selárdal11. Jafnvel svo hygginn maður
og gætinn, sem sjera Jón Halldórsson í Hitardal efast ekki um, að sjera
Páll og heimili h&ns hafi orðið fyrir „hræðilegum galdra- og djöfuls-
ásóknum11 og orðið þess vegna að flýja í kothæ eða hjáleigu skamt frá
Selárdal, en bætir þvi við, að sjera Páll h&fi stundum þótt „nógu eftir-
gangssamur i slikum tiifellum11.
5