Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 74
66
Sjera Páll i Selárdal.
[Skirnir
málum*1. Var Eggert sýslumaður nafnkunnur að harð-
ýðgi við galdramenn, og mun sjera Páll hafa átt mikinn
þátt í að Btæla hann í því, en þeir bræður voru jafnan
mjög 8amrýmdir. Þá er Selárdals-»undrin« stóðu sem
hæst, var haldin almenn bænagerð í flestðllum kirkjum
veatanlands, og guð beðinn að Ijetta ógnum þessum af
þeim góða guðsmanni sjera Páli og fólki hans. Sefaðist
þá þessi ófagnaður smámsaman, sjerstaklega eftir aftöku
Jóns Leifssonar, svo að sjera Páll flutti aftur á staðinn
»en þó voru afbrotin hús nokkur og brend, áður það stilt-
ist til fullsc, segir í einum annál2 3, svo að af þessu má
sjá, að þetta hefir verið magnað mjög og eitthvað gengið
á, þá er húsin voru talin ónothæf, vegna djöflagangsins í
þeim(!). Sama vorið (7. júní 1669) ritaði svo sjera Páll
báðum lögmönnunum (Sigurði Jónssyni og Þorleifi Korts-
syni) hið alkunna brjef, sem prentað er í Árbókunum8,
og bað þá í guðsnafni að sleppa ekki Jóni Leifssyni
(þetta hefir verið áður en hann var brendur heima í hjer-
aði) eða Erlendi Eyjólfssyni »skólameistarac hans við
rjettláta refsingu, og bætir þar við lýsingu á Erlendi,
sem brjefið sjálft Ijósast hermir, og mörgum er kunnugt.
En hitt er mönnum síður kunnugt, að þetta sama vor
hefir sjera Páll ritað Brynjólfi biskupi og óskað, að hann
gengist fyrir því með ráði allsherjarprestastefnu á Þing-
völlum, að send yrði bænarskrá (supplicatia) til konungs
frá biskupi og kennidóminum um refsingu galdramanna,
sem ekki yrði uppvísir að fullum fordæðuverkum, en sjeu
»þó fundnir að rúnastafa meðferð, kenslu eða lærdómic.
Bar biskup það svo undir allsherjarprestastefnuna 30. júní
16694, hvernig hentugast mundi að svara þessu. Vjek
prestastefnan málefni þessu heldur af sjer, en þó hóglega,
kvað lögrjettuna hafa tekið mál þetta til úrskurð-
1) Alþbók 1669 nr. 8.
2) J. S. 313 4to.
3) Sbr. Árb. Esp. VII, 55—57. Brjef þetta þekkist nú ekk*
•nnarsstaðar.
4) Synodalbók Brynjólfs bisknps III, 164 i Þjskjs.