Skírnir - 01.01.1922, Side 76
68
Sjera Páll í Selárdal.
[Skirnir
jafnframt innilegu áminningum hana og hinni þróttmiklu
og andheitu trúarvandlætingu. Segir ajera Páll í upphafi
brjefaina: »Átti jeg það móður þinni upp að inna, sem í
ellefu ár tók út marga vökunótt yfir reiflingum1 2 3 mínum
að draga þig undan briminu, meðan mjer væri stætt*.
Því miður er ekki unt rúmains vegna að taka hjer veru-
legt aýnishorn af þessu merka skjali, og verð eg þvi að
láta mjer nægja að taka aðeins einn stuttan kafla, er
gefur þó dálitla hugmynd um orðfæri höfundarins. Þar
Begir svo: »Eg bið guð almáttugan að bræða þitt hjarta
við heitan Ijóma Jesú síns sonar pínu og kvala, sem eru
allra djöfla drepsótt, en líf guðs barna, svo þú í sönnum
sannleika upplýstur seyðist og gagnkviknir af sjóðheitum
ástaryl, er leggur yfir köld Adams og Evu hjörtu og alla
þá, er kveinka undan hrolli síns hjarta, því verði vorum
hjartans jökli eigi auðið að leysast, þá þeim sjóðheita
blóðsveita Jesú er yfir hann ausið í heilögum anda, þá
mun verða seinna um; vinni ei salve og mergur Jesú
dauða, er í evangelio flóir, á sprungur sálar vorrar, þá mun
Gileadsplástur eigi kröftugri nje kjarnbetri.......Við sjá-
um, að gengin eru þeim fríheitin, hverja guð forherðir,
hverja hann gefur í fráleitt sinni, í hverra hjörtu hann
sendir lygianda, svefnanda, þverúðaranda af sínum rjett-
lætisdómi, hver bræðidómur gengur yfir þá, guðs sannleika
reyra i lygi, eru lýgnir móti sannleikanum, forsmá guðs
kall og bendingar, vilja ei brotin viðurkenna; þessir al-
ast til steikar djöflinum, í hvers úlfakreppu þeir liggja
hjer í lifi. *-----
Enn mergjaðri en þessi kafli, sem hjer er tekinn úr
brjefinu til Jóns Ulfssonar, er þó ræða sjera Páls gegn
galdramönnum8, og er ræðutextinn 4. Mós. 21. kap. (eir-
1) þ. e. ungbörnum.
2) Annarsstaðar í brjefi þessu segir sjera Pill: >Nú, þú sú bölvaða
fordæða sje viðurlitamikil synd, þá kunnum vj»r hana ei enn nú að
segja vera synd i móti heilögnm anda, þó eg vist viti hún gangi henm
næst, þá endurfæddur maðurinn flækir sig í hennit.
3) Lbs. 43 4to.