Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 77
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
69
ormurinn I eyðimörkinni). Ræðu þessa mun sjera Páll
hafa haldið um það leyti, sem ófagnaðurinn var mestur
í Selárdal, enda eru þessum djöflum — galdrasnápunum —
ekki vandaðar kveðjurnar. Segir þar, að þeir sjeu »guðs
og manna andstygð, þeir flugormar, sem stinga með munni
og hala, hverra ormabit er eitrað tvöfaldlega, fyrst með
því að draga með sjer þá endurleystu í fordæminguna,
. . . svo öll akuryrkja drottins fordjarfast, allur guðsótti
útslökkvist, en drottinn tilneyðist þessvegna að ausa sinni
grimd yfir þetta land líka sem yfir Babýlon vegna þeirra,
svo jeg lýsi þessa djöfulssyni hina verstu og stærstu or-
sök og efni til allrar þeirrar ólukku, sem koma kann yfir
þessar Vestfjörður1, yfir oss og börn vor eftir oss, og fel
þeim allan þann ábyrgðarhluta á hendur, svo hvort hjer
koma Tyrkir eða ræningjar eða hver önnur plága, sem
von er á hverjum degi, þá eru þeir hin helsta orsök hjer
til. . . . Hjer er sjálfur andskotinn gerður að guði, hjer
er til sýnis og aðhláturs djöflinum teymdur eftir sjer son-
ur guðs og hans orð af þessum þýjum Satans*. Ræðu-
maður ér hjer kominn í einskonar ofsatryllingu, finst alt
leika á reiðiskjálfi af völdum djöfulsins, er drottinn leyfi
að kvelja góð guðsbörn, kveðst lifa »í ormabæli milli orma«
og biður menn að biðja fyrir sjer í þessu »eldfoki myrkr-
anna«, er nú standi yfir. »Nú mega ekki olnbogarnir sígai,
segir hann, »svo landið sökkvi ekki«. Þessi ræða sjera
Páls er yfirleitt hin allra svæsnasta, er eg hefi lesið eftir
hann, og jafnvel meistari Jón, sem þó tekur ekki með
silkiglófum á Satan og syndurunum, er ekki þyngri á
bárunni í hinum harðorðustu refsiræðum sínum, en sjera
Páll í mestallri þessari galdramannaræðu sinni, sem jeg
hefi aðeins tekið örlítið sýnishorn af.
Þess er áður getið, að Magnús Jónsson í Miðhlíð hjelt
lengi Barðastrandarsýslu móts við Eggert á Skarði frænda
sinn. Var hann vitur maður og spaklátur, og virðist hafa
viljað taka mýkri tökum á galdramönnum en Eggert
1) Svo.