Skírnir - 01.01.1922, Síða 79
Skirnir]
Sjeri Páll i Selárdal.
71
kver, sem fyrir tveimur árum gerla lesið gat1 2, og er þó
ei enn rokin stybban úr þeim djöfuls ónia, sem oss var kyntur
af þeim Þórsbörnum*. En svo er að sjá, sem sjera Páli
hafi batnað sjónin aftur, þá er mesta galdrastybban var
rokin úr augum bans, en það eymdi lengi eftir af henni
í Selárdal, og sjera Páll varð brátt fyrir því þunga mót-
læti, að sum börn hans, sem þá voru uppkomin, tóku að
veikjast mjög undarlega, eflaust á svipaðan hátt sem móð-
ir þeirra, hafa ekki þolað öll þessi ósköp, sem yfir heim-
ilið dundu, og þessa stöðugu, ofboðslegu hræðslu. Þyngst
Iagðist veiki þessi á tvo syni þeirra hjóna, Björn og Hall-
dór eldra, og var auðvitað eignað göldrum. Var þá fyrir
sök hafður maður sá, er Lassi hjet Diðriksson, frændi
Jóns Úlfssonar, er fyr var getið. En auk veikinda Selár-
dalsbræðranna var Lassa þessum kent um 'sjúkleika Egils
Helgasonar, þjenara Eggerts sýslumanns, og var þá ekki
gott i efni, er þeir bræður báðir, sjera Páll og Eggert,
höfðu sömu sakirnar á hendur þessum vesalings manni,
sem Eggert ljet handsama, en fjekk hann ekki til þess
að játa á sig áburðinum. Var honum þá dæmdur tylftareið-
ur til synjunar, en eiðamennirnir töldu honum eiðinn
ósæran, svo að Lassi fjell á honum. Flutti Eggert hann
til alþingis 1675, og þar var Lassi dæmdur af lífi, og
brendur, þótt hann viðurkendi aldrei neitt. Var hann þá
sjötugur að aldri. Töldu margir, sem þó voru trúaðir á
galdra og hindurvitni, að hann hefði saklaus brendur
verið, og mæltist líflát hans illa fyrir. Og ekki rjenuðu
veikindi þeirra Selárdalsbræðra við þetta, því að þau
leiddu þá báða til bana, annan 10 árum, hinn 15 árum
eftir brennu Lassa. Er mælt, að Björn hafi að lokum visn-
að allur upp, svo að hann hafi ekki orðið stærri en 6
vetra gamalt barn(!)3, og andaðist á langafrjádag (17.
1) Þettn gæti bent á, að brjefið væri einmitt frá árinu 1671.
2) þ. e. ofni.
3) Svo segir Benedikt lögmaður Þorsteinsson i ættatölnm sinum,
ritnðnm c. 20 árum eftir lát sjera Páls, og lýsir þetta vel ýkjnm þeim,
«r siðar bafa gengið manna á meðal um þessi Selárdalsundur.