Skírnir - 01.01.1922, Page 80
72
Sjera Páll í Selárdal.
[Skirnir
apríl) 1685, en Halldór eldri, bróðir hans, lifði um 5 ár-
um lengur, og andaðist um sama leyti og hætt var að
brenna galdramenn hjer á landi. Má geta nærri, hvílík
hugraun alt þetta böl hefir verið fyrir jafn tilfinningarík-
an mann sem sjera Pál. En hann þreyttist samt ekki á
því að koma galdramönnunum á bálið, því að s. á., sem
Lassi var brendur (1675) var brendur í hjeraði Magnús
Björnsson fyrir það, að honum voru eignuð veikindi Helgu
í Selárdal, og 1678 leitaði sjera Páll aðstoðar Þorleifs lög-
manns Kortssonar, tjáði honum, að Helga kona sín væri
þjáð af óskaplegum veikleika, og kveðst vera viss um,
að þessi veikindi sjeu af völdum mæðginanna Þuríðar
Ólafsdóttur og sonar hennar, Jóns Helgasonar, er hefðu
komið vestur þangað norðan úr Skagafirði næstl. sumar
(1677). Brást lögmaður vel og skjótt við þessu, eins og
vænta mátti, og skipaði að láta rannsaka málið vestra.
Var það þegar gert, og þau mæðgin dæmd til dauða og
brend í Barðastrandarsýslu s. á. (1678). Höfðu þá alls
verið brendir 6 menn á 9 árum (1669—1678) fyrir til-
hlutun sjera Páls, vegna veikinda konu hans og barna.
Vorið 1681 andaðist Eggert ríki á Skarði, og misti
sjera Páll þar bæði ástkæran bróður sinn og jafnframt
það yfirvald, sem jafnan var boðið og búið til að beita
valdi sínu sem óþyrmilegast við þá »illræðismenn«, sem
prófasturinn í Selárdal, bróðir hans, benti honum á, að laga-
vöndurinn þyrfti að leggjast á. Hinn alræmdi brennu-
málastjóri 17. aldarinnar, Þorleifur lögmaður Kortsson,
var nú einnig vikinn úr lögmannssæti og valdalaus, og
var því ekki lengur trausts að leita hjá honum í brermu-
málunum. Upp frá þessu varð einnig fremur hljótt um
sjera Pál á þessu starfssviði hans, og var nú loks lokið
bálförum þeim, er til Selárdals áttu upptök sín að rekja,
beinlínis, en óbeinlínis má skrifa það á reikning sjera
Páls, að Sveinn nokkur Árnason var brendur í Arngerðar-
eyrarskógi á Langadalsströnd 1683, sakaður um veikindi
á börnum sjera Sigurðar prófasts Jónssonar í Holti í ön-
undarfirði og konu hans Helgu Pálsdóttur frá Selárdal,