Skírnir - 01.01.1922, Side 82
74
Sjera Páll í Selárdal.
[Skírnir
af fólkinu, og heilbrigð dómgreind tók að rj'ðja sjer smátt
og smátt til rúms. Hefir þá sjera Páll orðið fyrir ámæli
margra nær og fjær út af ofsóknum sínum og ofurkappi
í þessum málum, og til þess að firra sig því, mun hann
hafa safnað þessum vitnisburðum og birt þá á alþingi.
Þetta hygg jeg, að sje eðlilegasta skýringin á þessari
vitnisburðatöku.
Sjera Páll þjónaði sjaldnast nema Selárdalskirkju
einni, því að aukakirkjunni Stóra-Laugardal þjónaði sjer-
stakur prestur, sjera Eyjólfur Ásmundsson, frá því fyrir
1650 og til þess hann andaðist 1673, en þá þjónaði sjera
Páll henni til 1679, að hann tók sjera Halldór yngra son
sinn sjer til aðstoðarprests. En 1683 sleptu þeir feðgar
algerlega Stóra-Laugardal við sjera Vernharð Erlendsson,
og þjónaði hann og sjera Gfuðmundur son hans1 sókninni
meðan sjera Páll lifði. Sjera Vernharður hafði orðið að
sleppa prestsskap á Stað í Aðalvík 1677, meðþvíaðhann
var kærður fyrir að fara með galdra, og var svo embættis-
laus, þangað til hann tók við þjónustu í Stóra-Laugardal.
Er dálítið einkennilegt, að sjera Páll skyldi einmitt fela
honum þessa prestsþjónustu á hendur, og hlýtur að vera
annaðhvort sprottið af meðaumkvun, að hann hefði sak-
laus orðið fyrir ofsóknum illra manna, eins og sjálfur
hann, eða þá af því, — sem er jafnvel eins sennilegt, —
að sjera Páll hafi einmitt viljað hafa sjera Vernharð
þar á næstu grösum, sem einskonar hlífiskjöld, er galdra-
snáparnir þar í grend hefðu dálítinn beyg af, ef þeir
hjeldu, að hann kynni eitthvað fyrir sjer. — Eftir lát Jóns
biskups Vigfússonar á Hólum (1690) tilnefndi Þórður biskup
sjera Pál fyrstan til að verða biskup á Hólum, en hann
afsakaði sig aldurs vegna, enda var hann þá um sjötugt.
Voru þeir Þórður biskup og sjera Páll góðkunningjar
og skrifuðust oft á. Er auðsætt, að biskup hefir
1) Siðar prestnr i Selárdal (f 1738), föðurfaðir sjera Jóns Þorlábs-
sonar skálds á Bægisá. Sjera Vernharður var enn á lifi í Tálknafirði
1703, 68 ára gamall, en þá hættur prestsskap fyrir nokkrn.