Skírnir - 01.01.1922, Page 83
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
75
talið hann einhvern hinn mikilhæfaata kennimann þessa
lands, og um lærdóminn þurfti ekki að efast, að sjera Páll
har þar höfuð og herðar yfir þáverandi klerka hjer á
landi, en þessi tilnefning Þórðar biskups á sjera Páli sem
biskupsefni til Hóla, eftir frammistöðu hans í galdramálun-
um sýnir, einnig betur en alt annað, hvernig allur þon i
manna þá, lærðir og leikir, hafa litið á þessar athafnir
gersamlega á annan hátt en síðar varð, og að sjera Páll
hefir hreint og beint verið skoðaður af fjölda manna sem
trúarhetja, sem sverð og skjöldur kennilýðsins í barátt-
unni gegn Satan og öllum hans árum, enda þótt biskup
hafi líklega meðfram boðið honum þessa sæmd til að veita
honum einskonar »uppreisn«, sýna honum, að klerkastjett-
in skoðaði hann ekki sem varg í vjeum fyrír fram-
komu hans.
Sumarið 1702 var sjera Páll enn svo ern, að hann
hjelt hjeraðsprestastefnu á Brjánslæk og ljet þar dóm
ganga, en 1705 slepti hann loks prófastsembættinu og
hafði þá þjónað því yfir 50 ár. Veturinn 1703 segir hann
reyndar (í brjefi til Magnúsar sýslumanns Magnússonar)
2. mars1 að heyrnin sje að mestu farin og kraftarnir lún-
ir, en gengið hafi hann þó til sjávar þar í Selárdal
tvisvar, hvíldarlaust og staflaus. Um sama leyti, eða
18. febr. 1703, hefir hann ritað sjera Hjalta Þorsteinssyni
í Vatnsfirði stutt brjef2, en harla merkilegt að því leyti,
að þar lýsir öldungurinn, sem kominn er á grafarbakk-
ann því fyrir hinum unga vini sínum, hversu lítið sjer
hafi orðið úr lifinu, og hversu ömurlegt það hafi verið.
Hann kveðst þá vera 81 árs að aldri, satur dierum 1
(saddur lífdaga) og kominn nærri sjálfri moldinni, »en hef
aldrei lifað«, segir hann, »þótt svo marga daga telja megi,
því hvernig kann þeim að vera vita vitalis, eður hafa
verið, qui silentio et ignavia vitam transegit veluti pecorum
segir Sallustius?* Á íslensku verður þetta sama aem, að
1) Lbs. 477 4to.
2) Brjef þetta er i A. M. 410 fol.