Skírnir - 01.01.1922, Side 85
Skirnir]
Sjera Páll í Selárdal.
77
Vorið 1704 (31. maí) andaðist Helga kona sjera Páls,
hálfníræð að aldri, eftir 50 ára hjónaband1. Höfðu þau
átt saman 8 börn, og voru 4 þeirra dáin á undan móð-
urinni, þar á meðal tveir synir uppkomnir, Björn og Hall-
dór eldri, er fyr hefir verið getið, en 4 lifðu. 1. Halldór
yngri, prófastur í Selárdal (f 1733), drykkjumaður all-
mikill og svakafenginn2. Hið eina barn hans, er til ald-
urs komst, Björn stúdent á Sveinseyri (f 1759), átti ekki
afkomendur. 2. Ingibjörg (f 1740), átti frænda sinn, Jón
eldra Magnússon á Sveinseyri (f 1691), og var dóttir þeirra
Olöf, er átti Sigurð sýslumann Jónsson á Hvitárvöllum,
og er þaðan fjölmenn ætt komin3. Einn sonur þeirra var
Páll stúdent, mesti efnismaður, er fórst í bruna á Hvítár-
völlum 22. jan. 1751, hætti sjer um of við björgun, og
fanst dauður í bæjardyrum með sinn ungling undir hvorri
hendi. Ætla eg, að hann sje hinn eini afkomandi sjera
Páls, er nafn hans hafi borið beinlínis, og hefir hjátrúin
stundum þurft minna til að setja það í samband við
brennudauða 6—7 galdramanna, að þessi eini afkomandi
sjera Páls, er nafn hans bar, skyldi farast í eldi. 3. Þóra
(f 1710) átti Arna Guðmundsson á Bíldudal og eina dótt-
ur, Helgu, sem ætt er ekki frá komin. 4. Helga átti sjera
Sigurð prófast Jónsson í Holti í önundarfirði, frænda sinn
og börn. Af þeim var kominn Jón biskup Teitsson á Hól-
um og systkin hans, og er þaðan kominn mikill ættbogi4.
1) Greftrunarniinning Helgu (þ. e. æfisaga og líkræða) er i Lbs.
43 4to, eins og fyr er getið.
2) Hann var staddur i Otrardal 1710 við jarðarför Þóru systur
sinnar, mjög drukkinn, og hjelt sjera Daði Steindórsson likrseðuna, en
meðan á þvi stóð tók sjera Halldór i öxl sjera Daða og sagði: »Yertu
ekki að þessu helvitis drahbi*. Sjera Daða varð orðfall, en sjera Hall-
dór hóf þá upp einskonar likrseðu, en var svo komið hurtu úr kirkjunni.
Við þessa athöfn voru staddir Jón biskup Vidalín, Árni Magnússon og
Páll Vidalín. Sjera Halldór misti þá prófastsemhættið, en hjelt kallinu
3) Sjá um börn Sigurðar sýslumanns og næstu afkomendur, Sýslu-
mannaæfir III, 494—498.
4) Meðal núlifandi afkomenda sjera Páls eru t. d. Einar skáld Bene-
diktsson, Jón Þorláksson verkfræðingur, Sigurður Nordal prófessor, Páll