Skírnir - 01.01.1922, Síða 89
Skirnir]
Sjera Páll i Seiárdal.
81
snúið úr ensku á frakknesku og prentuð í Journal des
Scavans i Paría 6. mai 1675, eða að minsta kosti ágrip
af henni, og síðar i heilu lagi í Dijon 1757. En hjer á
landi hefur ekkert prentað verið eftir sjera Pál, nema is-
lenak þýðing af þessari sömu skýrslu í Landfræðissögu
Þorv. Thoroddsens, II, 147—149. Sjest af henni, að aira
Páll hefur haft í hyggju að rita náttúrusögu íslands.
Svo er að sjá sem síra Páll hafi ekki farið alvarlega
að gefa sig við ritstörfum fyr en um og eftir 1670, og
að undur þau, sem yfir hann og heimili hans dundu um
þær mundir hafi fyrst verulega hrundið honum af stað,
og fyrstu ritin báru einnig menjar þeirra atburða, er þá
gerðust. Tók hann þá t. d. afskrift af Gandreið sjera Jóns
Daðasonar í Arnarbæli, mágs Þorleifs Kortssonar, og samdi
sjálfur 1674 rit, er kallað heflr verið Vísdómsbók eða Vís-
dómskver (Pansophia), sem er mjög svipað Gandreið, á að
vera skýring yfir sköpunarsöguna í 1. kap. 1. Mósesbók-
ar með ýmsu fleiru, mjög dulspekilegt rit að efni og orð-
færi1 2 3. Um sömu mundir mun sjera Páll hafa samið rit,
er nefnist »Character bestiœ* *, eins konar saga djöfulsins
og hinnar margbreytilegu starfsemi hans, með ótal kynja-
sögum um illræði djöfulsins, galdra og fordæðuskap, hvern-
ig þetta sje framið og ráð til að verjast þessum árásum.
Byggist rit þetta aðallega á hinni nafnkunnu galdrafræði
Sprengers eða »galdranornahamrinura« (»Malleus malefi-
carum«). 1680 sást halastjarn á loftinu vestra allan desem-
ber, og samdi sjera Páll prjedikun um þann fyrirburð*
með texta úr Jóel 3. kap. Ritgerð um kross, krossfestingu
og krossmark í 13 kapítulum er til í eiginhandarriti sjera
Páls4. í síðaBta kapitulanum er kveðja til krossins í lat-
1) A. M. 210 8ro. í«l. Bmfjel. 90 4to, 167 4to og 237 4to i
LbB. í Landfræ&issögunni II, 146 er itutt efniiyfirlit bókarinnar.
2) J. 8. 606 4to. Lbs. 262 4to.
3) Lbi. 43 4to. Rasks 108 4to i safni A. M.
4) Lbs. 343 4to; er einnig í ísl. Bmf. 173 4to, Lbs. 63 4to og
J. S. 142 8vo og 605 4to, A. Mj. 249 8vo, Rasks. 106.
6