Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 90
82
Sjera Páll í Selárdal.
[Skírnir
neskum ljóðum með tilvitnunum til annara höfunda, þar
á meðalí »Carmen de cruce* (Krosskvæði) Brynjólfs biskups.
í sama handriti er Kennidómsspegill, um prest ogprjedik-
un, þ. e. prjedikunarfræði1, og Rós meðal þyrna (Lilium
inter spinas), um freistingar sálarinnar og kristilega hugg-,
un. Spegill þolinmœðinnar (Speculum patientiæ) var af
sjera Páli tileinkaður bræðrunum Sigurði lögmanni Björns-
sýni og sjera, Hannesi í Saurbæ, 12. febr. 16872. Þetta
eru hiu helstu rit síra Páls, auk biblíuskýringa hans og
prjedikana, sem umfangsmest eru. Getur hann fiestra
þess konar rita sinna í brjefi á latinu3, er hann ritar
síra Þórði Jónssyni á Staðarstað 1701, og segist hafa farið
að vinna að þessum ritstörfum til þess að svo margar
dagnefnur (dieculæ) æfi sinnar færu ekki öldungis for-
görðum i iðjuleysi, meðan hann starfaði að þessu. Auk
Spegils þolinmæðinnar telur hann þar: 24 prjedikanir
um pinu og dauða Krists4 5, Slcyringar gpr 53. kapítula
Esajasar með málfræðilegum athugasemdum, og islenska
þýðingu d bókum nýjatestamentisinsB, er hann að tilhlutun
1) Einnig i Lbs. 36 4to, J. S. 280 4to, 605 4to, 142 8vo og i safni
Finns Magnússonar i British Mnseum.
2) Er i safni F. M. i Brit. Mus. og i Fiskessafni, einnig i Rasks.
69 4to, að jeg ætla.
3) A. M. 451 fol.
4) Þessar Piilarprjedikanir eru einna fylstar i ísl. Bmf. 63 4to
(afskrift sjera Asgeirs Bjarnasonar) i 2 hlutum, og lauk Bjera Páll við
þter 1684, en 1690 hefir hann bætt við 3. hlutanum, 12 prjedikunum um
upprisu Krists, en þessum upprisuprjedikunum hefir hann snúið úr er-
lendu máli. Þessar Píslarprjedikanir eru einnig i Isl. Bmf. 113 4to og
J. S. 602 4to. Hin elsta afskrift þeirra frá 1689 er í A. M. 620 4to.
5) Nokkur hlnti þessarar þýðingar (Pálshrjef, Pjeturshrjef o. fl.)
er i J. S. 51 8vo, en höfuðatriðin úr nýjatestamentis þýðing hans eru i
Lbs. 20 4to. í löngu brjefi til sjera Einars Torfasonar á Stað á Reykja-
nesi 11. nóv. 1682 (Lbs. 477 4to), talar sjera Pill um, hve mikið vand-
hæfi sje að snúa frumriti nýjatestamentisins á islensku, svo að rjett
verði; talar nm virðingu þá, sem menn eigi að bera fyrir sannleikanum
og segir: „Vinur er Sókrates, mikill er Plató, þó er sannleikurinn
meiri“, segir, að alœúginn kunni ekki að greina rjett frá röngu, hann
Bje blindur selur á grænlenskum eða islenskum is. Hann talar og um,