Skírnir - 01.01.1922, Side 93
Sklrnir]
Sjera Páll i Selárdal.
85
»In cruore tuo lotum« etc. eftir Bernhard hinn helga.
Hafði sjera Arngrimur lærði, móðurfaðir sjera Páls, snúið
því áður: »Sára löðura laug þín hreina* o. s. frv., en
þýðing sjera Páls er þannig:
»Þveginn lát mig þinu blóði
þjer befalast Jesú góði
heilögustu hendur þínar
hjálp mín sje þá lífið dvínar,
úti sút þá öll er mín«.
Engin kvæðanna í A. M. 152 8vo, sem áður er getið og
snerta eflaust Selárdalsófögnuðinn, munu ort af sjera Páli
sjálfum, heldur annaðhvort af Helgu konu hans, eða þá
af einhverjum öðrum í nafni þeirra hjóna. Það er og
einkennilegt, að alls engar þjóðsögur eru kunnar um sjera
Pál, hvorki í sambandi við galdramannaofsóknir hans
eða annað, en hugsanlegt er, að einhverjar litilsháttar
sagnir um hann sjeu enn þar vestur í fjörðunum i ná-
grenni við Selárdal, en þó efast jeg mikillega um það. Sjera
Páll verður því heldur ljettur á metaskálum þjóðsagnanna
t. d í sambandi við samtíðarmann hans nokkru yngri,
galdrakonung íslenskra klerka á 17. öld, sjera Eirik gamla
í Vogshúsum, og var hann þó atkvæðaminni maður í líf-
inu. En sjera Páll hefir auðsjáanlega hvorki haft orð á
sjer fyrir forneskjukunnáttu, nje gert neitt til þess að
koma þeirri trú inn hjá fólki, þótt það hefði verið hægð-
arleikur fyrir hann jafn lærðan og fjölhæfan mann að
gera þessa galdrapilta dálitið smeika. En andstygð bans
á »8vörtu konstinni* hefir verið svo mikil og hatur hans
svo rótgróið, að honum hefir ekki komið til hugar að
bendla sjálfan sig sem kennimann drottins við þann for-
dæðuskap, með því að þykjast kunna nokkuð fyrir sjer í
slíkum fræðum. Hann hafði því engin önnur vopn til að
verjast óvinum sínum en prjedikun guðs orðs, sverð and-
ans, en þótt hann beitti því fimiega og hvesti það harla
vel á slikisteini mælsku sinnar og audagiptar, þá beit
það samt ekki til hlítar á þann pansara djöfulsins, er hin-