Skírnir - 01.01.1922, Side 95
Skírnir]
Sjera Páll 1 Selárdal.
87
bráðar við öllu prestsetrinu, rekur þar biiskap af miklum
dugnaði við auð og allsnægtir, og verður skjótt nafnkunnur
prjedikari sakir mælsku og andríki, en gefur sig þá minna
við ritstörfum. En svo fara smámsaman að koma veðra-
brigði í lofti, og draga upp óheillabliku þar vestra á skag-
anum vestan og norðan Gilsfjarðar, og Bitrufjarðar, er
um nærfelt 40 ár var sá landskiki, er langmestan skerf-
inn lagði til galdramannabrennanna bjer á landi1, eftir
1) Það er eftirtektarvert, að galdramálin á hinni eiginlegu brennu-
öld (1650—1690) eru nær eingöngu í lögmannsdæmi Þorleifs Kortssonar,
og römmust næst honum: í Húnavatns-, Stranda-, Isafjarðar- og Barða-
Btrandar-sýslum, en lítilsháttar lengra i burtu, og þvi minna, sem lengra
dregur frá þessum miðdepli galdrastöðvanna, t. d. mjóg lítið í Hegranes-
þingi, Vaðlaþingi og Þingeyjarþingi, og eins hinu meginn í Dala-,
SnBfellsness , Mýra- og Hnappadalssýslum. Og það er einkennilegt, að
í suður- og austurlögdæminn, eða frá Hvítá í Borgarfirði til Helkundu-
heiðar, þ. e. á öllu Suður- og Austurlandi, eru að kalla má engin galdra-
mál á sjálfri brennuöldinni og enginn maður þá brendur fyrir galdur,
sá er hólfestu hafi haft í Sunnlendinga- og Austfirðingafjórðungi, eða
þaðan verið kynjaður, svo að kunnugt sje. A Suðurlandi koma þá að
eins fyrir lítilsháttar galdramál í samhandi við Skálholt (mál sjera
Lofts Jósepssonar um 1670) og Skálholtsskóla i tíð Brynjólfs biskups,
og þar áttu skólapiltar af Vestfjörðum npptökin. Á Austurlandi er
naumast getið galdramála eða lagasókna í þeim. Hin nafnkunna galdra-
nornþará þessum tímnm, „Galdra-Imha“, var'prestskona úr Norðurlandi,
aðskotadýr, er flúði austur á land, og komst aldrei undir mannahendur.
Þessi mismunandi skerfur, er hinir einstöku landshlntar leggja til galdra-
málanna á 17. öld lýsir ótvírætt hinum ógeðslegn og óheiliariku áhrifum
Þorleifs Kortssonar á galdrafarganið í landinu á þessu tímabili, og hversu
ofstæki hans hefir eitrað umhverfið i kringum hann. I valdsviði hans
(lögmannsdæminu norðan og vestan) gætir áhrifa þessara mest, og þvi
meir sem nær honum er, en miklu minna í fjarlægustu hjernðunum og
alls ekki utan lögdæmis hans, í Sannlendinga og Austfirðingafjórðungi,
svo að þar er þvi alt með kyrrum kjörum að kalla má. Graldrahræðslan
og galdraofsóknirnar ná aldrei nokkrum tökum á þessum tveimur lands-
fjórðungum, þótt nokkrir „margvísir11 klerkar ættu þar heima, eins og
t. d. sjera Illliugi Jónsson á Kálfafelli (fyrir hrennuöld), sjera Magnúa
Pjetursson á Hörgslandi (þeir háðir norðlenskir). sjera Jón Daðason i
Arnarbæli (vestfirskur) og sjera Eiríknr gamli i Yogshúsum (Vogsósnm),
uppeldisson og lærisveinn sjera Jóns. Miðstöð og óðal galdratrúarinnar
& íslandi er tvimælalaust á Vestfjörðum, þ. e. á skaganum mikla á