Skírnir - 01.01.1922, Side 97
Skirnir] Sjera Páll i Selárdal. 89
reiðarafskrift sjera Pála um sama leyti stendur og i
sambandi við hugsunarhátt hans á þessu tímabili,
en ekkert hjálpar. Hver aldan eftir aðra skellur yfir
hann, synir hans tveir uppkomnir sýkjast undarlega, og
verða aumingjar til dauðadags. Ekki er þó nema einn
maður (Lassi Diðriksson) brendur vegna þessa, en hann
var brendur án þess að játa nokkru á sig, og margir
hjeldu hann saklausan. Eftir það fer mesti ofsinn að
sefast hjá sjera Páli, sonum hans batnar ekki, þótt Lassi
sje frá, þvert á móti, þeir verða meiri og meiri aumingj-
ar, þangað til lífsþráður þeirra beggja slitnar. Og 3 árum
eftir dauða Lassa eru brendir síðustu galdramennirnir, er
sjera Páll kom á bálið, þá vegna veikinda konu hans.
Og einmitt um sömu mundir (um 1680) tekur visinda-
starfsemi sjera Páls að mestu leyti nýja stefnu. Hann
leggur austurlensku dulfræðina, hindurvitnin og heim-
spekilega myrkviðrið að öllu leyti á hilluna, hættir að
þruma gegn galdramönnum, en snýr sjer að þýðingum á
ritum biblíunnar úr frummálinu á íslensku, þar á meðal
að þýðingu Davíðssálma, en sjerstaklega snýr hann þá
inn á svið fagnaðarerindisins til Krists og nýja testa-
mentisins, því að þá byrjar hann að snúa því úr frum-
málinu á islensku að tilhlutan Þórðar biskups. Og smátt
og smátt er eins og hugur sjera Páls mýkist, hugsunar-
háttur hans verði víðsýnni og sönnum kennimanni sam-
boðnari en fyr, því að auk nýja testamentisþýðingarinn-
ar, sem hann var byrjaður á skömmu fyrir 1680, og ef-
laust heflr tekið langan tíma, fer hann að semja ýmsar
prjedikanir, þar á meðal samfeldan ræðubálk um pínu
Krists og dauða (24 píslarprjedikanir) með ýmsu fleiru t.
d. kenslubók i prjedikunarfræði (Kennidómsins spegill),-
Spegil þolinmæðinnar o. m. fl., sem kveður við alt annan
tón, en hin fyrri ofstækisfullu rit hans og særingaprjedik-
anir gegn galdramönnum, og stendur það auðvitað í nánu
sambandi við þá breytingu tiðarandans, er þá fór smátt
og smátt að ryðja sjer til rúms, eftir að brennuvargurinn
Þorleifur Kortsson var oltinn úr völdum. Það eru þessi