Skírnir - 01.01.1922, Side 98
90
Sjera Páll í Selárdal.
[Sklrnir
straurahvörf í skoðunum sjera Páls, sem taka verður til-
lit til, ef dæma á manninn rjett, og þá verður öll fram-
koma hans nokkru skiljanlegri, þótt aldrei verði hún af-
sökuð til fulls. En þótt hugsunarháttur hans breyttist
.allmjög og hann svo að segja afklæddist hinum gamla
manni og íklæddist nýjum, er hann hvarf frá gamla
testamentinu til hins nýja, þá fer því fjarri, að um alger
skoðanaskifti hans sje að ræða, þannig, að hann viður-
kendi það nokkru sinni, að hann hefði gengið oflangt og
.honum hefði missýnst, eða hann lætur það að minsta kosti
ekki uppi, lætur það liggja alveg á milli hluta. Hinni
fyrri framkomu hans var einnig svo háttað, að hann gat
ekki fordæmt hana síðar, án þess að játa sjálfan sig sekan
fyrir öllum landslýð í dauða margra saklausra manna,
en það var ógerningur, og ekki víst, að hann hafi nokkru
sinni gert sjálfum sjer það ljóst, að hann hafi neitt rangt
gert eða syndsamlegt með ofsóknum sínum. Hann hefir
verið of mikillátur til að viðurkenna það opinberlega,
hvað sem hann hefir gert í einrúmi, gagnvart drottni
sínum. Sjálfsásakanir í þá dtt, nema að eins almenns efnis,
munu naumast finnast í prjedikunum hans, þótt jeg hafi
ekki lesið þær svo ofan í kjölinn, að jeg geti ábyrgst það.
Trúin á hið mikla ofurvald djöfulsins í þessum heimi
hefir fylgt sjera Páli til dauðans, enda efaðist enginn
»rjetttrúaður« guðfræðingur á þeim tímum um alstaðar-
nálægð myrkrahöfðingjans, sem heita mátti í alveldi sínu
hjer á landi á 17. öld, eins og víða annarsstaðar, og það
var ekki fyr en eftir daga Jóns biskups Vídalíns, að
mestan máttinn fór að draga úr »þeim gamla«, enda eng-
inn ræðu8körungur þá uppi til að lesa honum textann á
likan hátt og þeir frændur sjera Páll og biskup. Eu sjera
Páll varð, eftir því sem hann eltist, svo miklu mýkri í
máli en áður um Satan og veldi hans. Það má heita, að
•evangeliskt blíðviðri sje í hinum síðari prjedikunum hans
í samanburði við hinn þrumandi stormlúður, er í æsinga-
hríðinni boðar öllum Satans þjónum lífs- og sálarglötun í
•eilífum kvölum, með svo miklum voðagný, að alt skelfur