Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 99
Skírnir]
Sjera Páll i Selárdal.
91
og nötrar. Og þá er ofviðrinu er slotað og æsingaöld-
urnar lægðar til fulls, þá er sjera Páli sjötugum loks boðin
biskupstign, en þá er það um seinan, því að óhugsanlegt
var, að hann vildi á þeim aldri takast slikan vanda á
hendur.1
Sem kennari og fyrirrennari ræðuskörungsius mikla,
Jóns biskups Vídalíns, frænda síns, verður sjera Páll
jafnan talinn einhver hinn áhrifamesti, andríkasti og
mælskasti kennimaður íslensku kirkjunnar á 17. öld, og
að öllu hinn mikilhæfasti. Það er að eins sjera Hall-
grímur Pjetursson einn, sem að kennimannlegu andríki
hefir líklega staðið sjera Páli nokkurnveginn jafnfætis
meðal samtíðarmanna hans. Annars eru þeir svo ólikir,
að þeir verða trauðla bornir saman: sjera Hallgrímur hið
stórfelda trúarskáld, sem alkunnugt er, en sjera Páll ekki
kuunur sem höfundur að einu einasta sálmversi. Jón
biskup Vídalín var ekki heldur sálmaskáld, þótt hann
væri mikill ræðuskörungur og hagmæltur allvel, en helst
á latinu.
Utnmæli sjera Páls í einkabrjefi frá siðustu æfiárum
hans, að hann hafi lifað aila æfi í þögn og dáðleysi sem
grasbítur, aldrei lifað því lífi, sem líf geti kallast, eru
vitanlega að sumu leyti ýkjur gamals manns, sem orðinn
er bölsýnn og leiður á lífinu, en þessi umrnæli sýna jafn-
framt ótvírætt, að sjera Páll hefir verið óánægður með
æfistarf sitt, er hann leit yfir það á æfikveldi sínu, frá
síðasta sjónarhóli vegferðar sinnar yfir lifsins hraun og
1) Sjera Páll hefði slaðið næst til að verða biskup i Skálholti eftir
Brynjólf, hefði Þórður Þorláksson ekki með launung á bak við biskup
náð vonarbrjefi fyrir embættinu. Þó er svo að sjá, sem Brynjólfur biskup
hafi ætlað meistara Gisla Yigfússyni að verða eftirmaður sinn. Þá hefð
og æfi sjera Páls orðið öll önnnr, befði hann orðið biskup á Hólum
eftir Þorlák Skúlason 1656 i stað heimóttarinnar Gisla Þorlákssonar, er
verið hefir einhver hinn aumasti og atkvæðaminsti hiskup hjer á landi
eitir siðaskiftin, því að þótt Jón Vigfússon (Bauka-Jón) væri enginn
klerkur og heldur veraldlega sinnaður, þá var samt allmikill kjarkur í
þeim karli, þar sem Gísli biskup var svo sem ekki neitt í neinu, enda
varð kosning hans til biskups rothöggið á biskupskosningar hjer á landi.