Skírnir - 01.01.1922, Síða 101
Um kynrannsóknir.
Eftir Stefán Jónsson.
Eins og kunnugt er, er mannfólkinu, og miklum hluta
-dýra- og jurtaríkisins, skift i 2 kyn, karlkyn og kvenkyn.
Er þessari skifting þannig varið, að einstaklingarnir eru
annaðhvort eirikynja, þ. e. a. s., þeir eru annaðhvort karl-
kyns eða kvenkyns, en ekki hvorttveggja i senn, kynin
eru hjer aðskilin. Eða einstaklingarnir eru tvíkynja, þ.
e. a. s., þeir eru hvorttveggja i senn, bæði karlkyns og
kvenkyns. Kynin eru sameinuð hjá hverjum einstakling.
En hvað er nú þetta kyn? í hverju er það fólgið?
Hvað skilur karlveru og kvenveru? Þetta mun þykja
allófróðiega og heimskulega spurt. Flestir munu svara,
að enginn sje svo fávíss, að ekki þekki hann deili á svo
augljósum hlut. Það er og svo, að kyneinkennin eru svo
ljós og áberandi, að örsjaldan verður neinum skotaskuld
úr þvi, að greina t. d. karl frá konu, jafnvel þótt klæðn-
aðurinn ekki segi til. En lítum snöggvast á þessi kyn-
einkenni og tökum sem dæmi sjerstaklega oss sjálfa og
svo ýms dýr, sem oss eru kunnugust. Það sýnir sig þá,
að öllum einkennum má skifta í tvent: likamleg og sálar-
leg einkenni. Líkamlegu einkennin, sem greina karl- og
kvenveru, eru fyrst og fremst kynfærin, bæði getnaðar-
kirtlarnir, sem framleiða vísirinn að nýjum einstakling
og önnur getnaðarfæri, sem standa i sambandi við tímg-
unina. Þar að auki eru mörg önnur einkenni. Karlveran
er stærri, vöðvameiri, þreknari, röddin sterkari, dýpri,
brjóstin lítil, skeggvöxtur á karlmönnum. Kvenveran er
öll minni, grannvaxnari, hefir stærri brjóst, alt vaxtarlagið
er annað; breiðar mjaðmir hjá konum og mikill hárvöxtur.