Skírnir - 01.01.1922, Síða 102
94
Um kynrannsóknir.
Skirnir
Sálarlegi mismunurinn mun síst minni, en ekki skal
farið frekar út í það efni, en aðeins benda á eitt atriði,
sem líka er eitt af höfuðatriðum í öllum kynmismun, og
það er eðlishvötin, þessi einkennilegi og sterki aðdráttur,
sem vera af mótsettu kyni hefir á hverja kynheilbrigða
karl- eða kvenveru. Er það áreiðanlega besta kyn-
einkennið.
Eins og sjá má, er mismunurinn því nær alstaðar,
hvar sem litið er. Enda hafa sumir sagt, að kynið væri
ekki bundið við sjerstök líffæri. Hver einstök fruma
hefði kyueinkenni.
Þegar svona hópur einkenna fylgist óaðskiljanlega að,
þá er eðlilegt að hugsa sjer einhverja sameiginlega or-
sök. Mörg þessara einkenna koma fram, eða verða ljós-
ari og greinilegri á unglingsárunum, einmitt samtimis því
að getnaðarkirtlarnir fara sjerstaklega að þroskast Hins-
vegar hefir það í margar aldir verið þekt, að mörg kyn*
einkenni koma aldrei i ljós, ef getnaðarkirtlarnir eru
teknir burtu á unga aldri. Flestir þekkja hvaða áhrif
geldingin hefir á karldýr, auk þess að dýrin missa þann
eiginlegleika að geta frjóvgað kvendýr. Það þarf ekki
nema að bera saman sauð og hrút, bæði vaxtarlag alt
og ekki hvað síst breytinguna á honum. Breyting á
skapferli dýra við geldingu kemur mjög greinilega fram
við samanburð á graðhestinum og vönuðum hesti, eða
graðungnum og uxa. Alt þetta er velþekt af bændum og
notað í stórum stíl. Dýr, sem gelt eru á unga aldri,
verða nokkurskonar kyniausar verur. Breytingar á kven-
dýrum eru eigi eins áberandi, en þó greinilegar. — Sams-
konar breytingu verða og á mönnum ef þeir eru geltir.
Hefir það þráfaldlega verið gjört. Stundum vegna sjúk-
dóma í kynfærunum, en oftar af öðrum ástæðum. I
austurlöndum hafa geldingar verið notaðir til þess að
gæta kvennabúra höfðingjanna. Oft hafa menn og verið
lemstraðir af trúarofsa, eða af hefnigirni og annari fúl-
mensku. Var það alltítt á Sturlungaöldinni. Af þessu
hefir fengist reynsla ^fyrir því, að þessir kirtlar hafa