Skírnir - 01.01.1922, Page 103
Skírnir]
Um kynrannsóknir.
95-
eamskonar áhrif á menn eins og dýrin. Annars skal
8íðar nefna fleiri dæmi.
Af þessu sjest að kyneinkennin eru bundin við getn-
aðarkirtlana. Það eru þeir, sem skifta kyni, þannig að
sú vera, sem hefir karlkyns getnaðarkirtil (o: eista), er
karlkyns og sú vera, sem hefir eggjakerfi, er kvenkyns.
En spurningin um samband kyneinkennanna og getn-
aðarkirtlanna er þó eigi leyst með þessu I fyrstu hjeldu
menn, að frjóvfrumurnar væru orsök annara kyneinkenna.
En getnaðarkirtlarnir hafa mjög flókna byggingu og gerð.
Bæði í eista og eggjakerfi eru auk kirtlanna með frjóv-
frumurnar ýmsar aðrar frumur, sem um gæti verið að
ræða. Á seinni árum hafa verið gjörðar mjög miklar og
margbrotnar rannsóknir til þess að skýra þetta atriði.
Má þar fyrst og fremst nefna Frakkana Bouin og Ancél,.
Steinach prófessor í læknisfræði í Vínarborg og danskan
lækni, Sand.
Hefir það þá komið í Ijós við þessar rannsóknir, að
frjóvfrumur karldýranna hafa éngin áhrif á kyneinkenni
þeirra. Aftur á móti finnast einkennilegar frumur milli
frjóvkirtlanna. Mátti með ýmsu móti sýna, að þær ráða
karlkynseinkennunum. Viljum vjer til hægðarauka kalla
þessa frumuhópa, karlkynsJtirtilinn í mótsetningu við sjálf-
an frjóvkirtilinn. I eggjakerfi kvendýra er áreiðanlega
líka sjerstakar frumur, sem ráða kyneinkennum kven-
dýra, en ekki vita menn með vissu, hverjar þær eru.
Viljum vjer kalla þær kvenkynskirtilinn. Vjer tölum því
um kvenkirtla í mótsetningu við frjóvkirtla.
Kirtlar þessir hafa enga ganga, efni það, sem þeir gefa
frá sjer, kemst því ekki út á yfirborð likamans. En fer
beint út í vefinn umhverfis og þaðan í blóðið og berst
með því um allan líkamann og orsakar kyneinkenni þau,
sem nefnd hafa verið, og heldur þeim í rjettu horfi.
Aðferðirnar til þess að sýna verkun kirtla þessara,
eru með ýmsu móti, en aðallega byggjast þær á því, að
frjóvkirtlarnir eru miklu viðkvæmari fyrir öllum skað-
legum áhrifum en kynkirtlarnir. Má þvl á ýmsan hátt