Skírnir - 01.01.1922, Page 104
96
Um kynrannsóknir.
[Skirnir
t d. með radium eða röntgentgeislum, eyðileggja frjóv-
kirtlana, en kynkirtlarnir halda sjer, jafnvel vaxa eftir
á. Það sýnir sig, að kyneinkennin þroskast þó eðlilega,
eða halda sjer. Taka má og getnaðarkirtil og skera
burtu frá sínum eðlilega atað og græða annarsstaðar í
líkamanum. Raskast kyneinkennin ekkert við það. Á
karldýrum má bindafyrir, eðaskerastykki úr eistagangnum.
:Kemur þá rýrnun i frjóvfrumurnar, en karlkynskirtillinn
stækkar. Margir munu og kannast við það, að t. d. hest-
-ar geta verið það, sem kallað er, laungraðir. Er það i
því fólgið, að venjulega annað eistað er uppi í kviðholi,
en sígur ekki niður eins og venja er til. Sama getur og
komið fyrir á mönnum. í þessum eistum þroskast ekki
frjóvfrumurnar, en kynkirtillinn nær fullum þroska og
með þeim kyneinkenni öll og getur þetta þó stundum
'verið beggja megin.
Verða Bíðar nefnd fleiri dæmi.
Þegar við fæðinguna dæmir ljósraóðirin oss til þess
að vera karl eða kona alla æfi og til allrar hamingju
dæmir hún oftast rjett. Það sem hún fer eftir eru ytri
kynfæri. En eins og áður er sagt, er kynið bundið við
getnaðarkirtlana og eingöngu við þá. Hinsvegar geta
ytri kynfæri verið svo vansköpuð, að erfitt er að segja
hvort barnið er karl eða kona og getur þá kynákvörð-
unin auðveldlega orðið röng. T. d. getur manneskja,
sem dæmd er til að vera kona, í rauninni verið
karl,. Er þessu fólki illa farið. Það finnur, að það er
•ekki eins og fólk er flest, kendir þess eru aðrar, en sjer-
«taklega er þó ástalífið óeðlilegt og öðru fólki viðbjóður.
Þessar manneskjur elska aðeins sitt eigið kyn. Þær eru
það sem kallað er kynvillingar. En kynvillan getur og
«ýnt sig í óeðlilegu ástalífi eingöngu, án þess að nokkur
líkamlegur vanskapnaður fylgi. Til eru og þeir einstakl-
ingar, sem fella hug jafnt til karla sem kvenna til skiftis.
Kynvillan hefir alla jafnan verið heilbrigðu fólki
Andstygð og talin glæpsamleg. Nýrri tíma rannsóknir