Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 105
Skirnir]
Um kynrannsóknir.
97
hafa þó leitt ýmislegt í Ijós, sem ætti að geta breytt
skoðun manna á henni. Er það fyrst og fremst Steinach,
sem hefir fengist við þessar rannsóknir og svo Sand.
Skal ná lauslega skýrt frá rannsóknum þeirra og skoðun.
Hugsun Steinach’s var þessi: Ef nú það er rjett, að
getnaðarkirtlarnir, eða rjettara sagt kynkirtlarnir, ráði
fyrir kyneinkennum, er þá ekki hægt að umhverfa kyn-
inu, gjöra t. d. karldýr úr kvendýri, með því að skifta
um kirtlana í þeim, setja eista í kvendýr og eggjakerfl í
karldýr ? Þetta gjörði svo Steinach, á þann hátt, að hann
fyrst gelti karldýr (rottu) og græddi í það eggjakerfí úr
kvendýri. Við þetta gjörbreyttist karldýrið og fór að
líkjast kvendýrinu að ýmsu leyti, t. d. fór að vaxa júgur
á það. Samskonar tilraun hepnaðist og á kvendýri.
En er þá ekki unt að búa til kynvillinga eða viðrini
eftir vild sinni, með því að græða í sama dýrið bæði
eista og eggjakerfi? Jú, það hafa líka Steinach og Sand
gjört. Af því að örðugt er að græða eista í kvendýr og
eggjakerfi í karldýr, varð fyrst að gelda dýrin. Teknir
voru og ungar, sem ekki voru þroskaðir, til þess því bet-
ur að fá fram bæði karl- og kveneinkennin. Ungarnir,
bæði karl- og kvendýr, voru því geltir, þ. e. a. s. getnað-
arkirtlarnir voru teknir burtu og svo grætt í hvert dýr
bæði eista og eggjakerfi. Brá þá svo við, að dýrin urðu
viðrini. Likamleg kyneinkenni þeirra urðu sambland
karl- og kvendýraeinkenna. Sama var og um fýsnir dýr-
anna. Þau höfðu jafnmiklar mætur á, hvort heldur var
karl- eða kvendýr. Þeim var það öldungis sama.
Af þessu sjest, enn þá betur en áður hefir verið lýst,
hvernig bæði líkamleg og »sálarleg« kyneinkenni stjórn-
ast af getnaðarkirtlunum. Sömuleiðis að breyta má kyni
eftir vild með því að flytja andstæðan kirtil í karl- eða
kvendýr og í þriðja lagi má búa til viðrini, með því að
græða í sama dýr bæði karl- og kvenkirtil.
Reynt hefir verið að heimfæra þetta upp á menn og
skýra kynvillu þeirra á sama hátt. Það væri þá eðli-
legast að hugsa sjer, að kynvillingarnir hefðu kynkirtil,
7