Skírnir - 01.01.1922, Blaðsíða 106
98
TJm kynrannsóknir.
[Skírnir
sem væri andstæður ytri kyneinkennum þeirra, eða hvort-
tyeggja í senn, bæði karl- og kvenkirtill. Báðir starfa, og
h^fa sín áhrif, en misjafnlega mikil. Eða öllu heldur,
anriar kirtillinn starfar í fósturlífinu og á yngri árum og
ot8akar líkamleg kyneinkenni karls- eða konu. En af ein-
hverjum ástæðum nær andstæði kirtillinn seinna yfirtök-
unum og orsakar sálarlega kynvillu. Má af þessu sjá, að
kynvillan verður þá að skoðast sem vansköpun, eða aí-
leiðing hennar og því ósjálfráð. Fólkið er með þessum
ósköpum gert. Það er og ýmislegt, sem bendir í sömu
átt. Þannig hefir nokkrum sinnum fundist eistu i mann-
eskjura, sem taldar voru konur í lifanda lífi. Voru þær
allar kynvillingar. Steinach þykist og hafa fundið bæði
karl- og kvenkirtil í eista kynvillings.
Margir hafa þá skoðun, að ailir menn sjeu í byrjun
tvíkynja. Getnaðarkirtlarnir myndast af sömu kímfrum-
uni og eru í upphafi eins. Talsvert fram í fósturlífið er
eigi unt að greina sundur kynin, en kirtlarnir smá breyt-
as.t, er líðuy á fósturtímann. Á fyrstu árum æfinnar,
erp þeir lítt þroskaðir, en fara að vaxa á unglingsaldr-
inum. Samtímis verða þær breytingar á líkama og sál
upglinganna, sem allir kannast við. Á æskuárum er eðlis-
kendin óljós og óákveðin. Allir þekkja þesai vináttu-
samþönd, sem tengja saman unga drengi, eða ungar stúlk-
ur. Telja margir, að þessi vinátta eigi rót sína að rekja
til vaknandi kynmpðvitundar, secp enn þá er óákveðin
og unglingarnir ekki gera sjer ljósa. Þess eru og dæmi
að börn verða ástfangin í samkynja barni t. d. drengur í
dreng. Auðvitað er barninu ekki Ijóst, að svo sje, en
uppgötvar það seinna í lífinu, þegar reynsla er fengin.
Má ekki skoða þetta neitt óeðlilegt. Hjá heilbrigðum ung-
lingum breytist þetta og ástalíf þeirra verður eðlilegt.
Þar sem kynvillan því er skoðuð sem nokkurskonar
sjúkdómur, þá liggur nærri að reyna að lækpa ha.ná-
Eflaust ætti að vera unt að breyta kyni manna, eins og
það er hægt á dýrum. Steinach hefir líka reynt það.
Haun tók. eistu úr karlmanni, sem var kynvillingur og