Skírnir - 01.01.1922, Page 107
Skirnir]
Um kynrannaóknir.
99
græddi í hann eista úr heilbrigðum manni. Svo brá við
að maðurinn gifti sig rjett á eftir. Gerðar munu hafa
verið tilraunir í þesaa átt, einnig á kvenmönnum, þótt
enn þá heyrist lítið um það. Er þetta stórmerkilegt mál,
ef rjett reynist. Væri það læknisfræðinni stór sigur, ef
hún gæti hjálpað kynvillingunum og læknað þá.
En gerðar hafa verið fleiri tilraunir en þetta með
kynkirtlana. Steinach heflr reynt að láta dýr og menn
Tcasta ellibelgnum.
Hann tók eftir því, að rotturnar fóru að fá ellimörk,
8amtimis því að getnaðarkirtlarnir tóku að rýrna Steinach
hugsaði nú sem svo: Ellin færist yflr menn og málleys-
ingja samtímis því að getnaðarkirtlarnir rýrna, ætli þetta
sje ekki því að kenna, að kynkirtlarnir, sem hafa svo
mikil áhrif á líkamann, visni og hætti að starfa, að meíra
eða minna leyti? Og væri ekki unt að örva þá? Nú
heflr það sýnt sig, einB og áður er sagt, að kynkirtlarnir
vaxa, þegar frjóvkirtlarnir rýrna, eða veslast upp. Hins-
vegar eru frjóvkirtlarnir mjög næmir fyrir öllum skað-
legum áhrifum og þola þau illa, en kynkirtlarnir miklu
betur og taka venjulega að vaxa á eftir.
Steinach tók því gamlar karlrottur, ellihrumar, grind-
horaðar og hárlausar. Voru þær hættar að jeta og þríf-
ast. Gerði hann á þeim litla handlæknisaðgerð, sem er í
því fólgin, að hann batt fyrir og skar sundur sæðisgang-
inn, sem frá eistanu liggur. Gerði það ýmist beggja-
raegin eða að eins öðrumegin. Við þetta veslast frjóv-
frumurnar upp og eyðast smámsaman, er afrenslið stöðv^
ast. Brá nú svo við, að rotturnar lifnuðu allar við, fóru
að jeta með græðgi, hárið óx að nýju og þær lifnuðu og
urðu ungar i annað sinn. Gátu þær jafnvel frjóvgað
kvendýr, ef aðgerðin var að eins gerð öðrumegin. Eíns
fór um kvenrottur, sem skorpnar voru af elli og engin
karlrotta ieit við. Ef grætt var í þær eggjakerfl af ungu
dýri, urðu þær ungar í annað sinn. Ein átti jafnvel 4
unga í elli sinni.
7*