Skírnir - 01.01.1922, Side 108
100
Um kynranneóknir.
[Skirnir
Venjulega lifa rottur að eins 27—30 mánuði, en þeas-
ar rottur Steinachs lifðu um 40 mánuði og það góðu lífi.
Hefir þá æfi þeirra lengat um 10 mánuði eða hjer um bil
V3 af aldri þeirra. Má með aanni segja, að þesaar rottur
hafi kaatað ellibelgnum.
Þegar þeasar dýratilraunir hepnuðust svona vel, fór
Steinach að reyna til við menn. Hefir hann skýrt frá 3,
sem hann hefir haft til meðferðar, og má árangurinn,
eftir því sem honum er lýst, kallast glæsilegur.
Fyrsti maðurinn var 44 ára, útlifaður, magur, elli-
hrumur og ófær til vinnu. Gerð var á honum samskonar
aðgerð og á rottunum. Eftir 2—3 mánuði er hann farinn
að yngjast upp, og eftir 4—5 mánuði er hann fullhraust-
ur og ungur í annað sinn. Annar var 71 árs örvasa
gamalraenni. Virtist hann því nær á grafarbakkanum.
Samskonar aðgerð var gerð á honum. Eftir 9 mánuði
lýsir karlinn ástandi sinu afarglæsilega, segist hafa yngst
upp, bæði líkamlega og andlega. Er meðal annars orðinn
mesti kvennaljómi. Sá þriðji var 66 ára og mjög elli-
hrumur Það fór eins með hann. Hann varð ungur í
annað sinn. Það lítur út fyrir að hjer hafi skeð tákn
og stórmerki. Þessir karlar virðast hafa kastað elli-
belgnum.
En má nefna 2 dæmi, sem benda í sömu átt.
Annað er frá Frakklandi. Varanoff yngdi upp hrút,
sem fjekk dýralæknisvottorð um það, að hann væri svo
ellihrumur, að ekki gæti hann lifað meir en 6 mánuði.
En hrúturinn varð ungur i annað sinn, lifði í 2 ár og
gegndi þeim störfum, sem hver ógallaður hrútur á að
geta gegnt.
Hitt dæmið er frá Danmörku. Hefir danskur læknir,
K. Sand, skýrt frá því í vetur í dönsku læknablaði. Skal
hjer settur stuttur útdráttur úr greininni. Má geta þess,
að Sand er lærisveinn Steinachs og hefir fengist mikið
við kynrannsóknir.
Tilraunin var gerð á hundi. Var það 121/* áragam-
all veiðihundur. Var seppi orðinn mjög ellihrumur, hann