Skírnir - 01.01.1922, Síða 109
Skirnir]
Um kynrannBÓknir.
101
heyrði og aá illa, augun sljóf og rann úr þeim, var grind-
horaður, hárin víða fallin af honum, matarlyst slæm, átti
erfitt með að standa, var hokinn, reikaði og riðaði þegar
hann gekk. Var mjög sljófur og átti erfitt með að rata
í bænum, en var á unga aldri mjög góður að rata. Sand
leist illa á seppa, og þótti vonlítið, að nokkuð væri hægt
við hann að gera. Setti hann þó í dýrahúsið Var hund-
urinn svo sljófur, að hann skeytti því engu, þótt mýs og
rottur væru að skjótast fram og aftur, en lagðist út i
horn. Prófessor C. H. Hansen á Landbúnaðarháskólan-
um í Höfn var látinn skoða hundinn (án þess að vita,.
hvað við hann átti að gera). Gaf hann samhljóða
lýsingu og hjer að ofan er skráð, og rjeð eindregið til
þess, að seppi væri sleginn af, hann væri alveg útlifaður.
23. maí 1921 er svo hundurinn svæfður og gerð á
honum samskonar aðgerð og á rottunum, beggja megin.
Hann var mjög aumur eftir aðgerðina 15. júní var
hann sendur út í sveit, heim til sín, og er þá nærri þvi
aumar'i en áður. 25. okt. f. á. lýsir eigandinn honum
þannig: »Seppi var enn þá vesalli þegar hann kom, en
þegar hann fór. Jeg hálfskammaðist mín fyrir að láta
svona ræfil lifa. Vildi þó bíða 1 mánuð vísindanna vegna.
En þá fór seppa að batna. Bæði sjón og heyrn fóru að
skerpast, áhugi á umhverfinu að aukast, hárin tóku að
vaxa, augun urðu greindarlegri. Lyktarskynjun er nú
ágæt. Nota hann nú á veiðum og hann stendur sig vel.
Er allvel þolinn að hlaupa. Hleypur á undan hjólhesti
með 15 kílómetra hraða á klukkustund. Hárin eru þjett
og gljáandi, vöðvar stæltir. Utlit hans er nú eins og
þegar hann var 9 ára«. Prófessor C. H. Hansen var lát-
inn skoða hundinn að nýju og gaf honum sama vitnisburð
og eigandinn. Hann hefir yngst um 3 ár, eða Vé af a.ldri
sínum. En það sem er engu ómerkilegra, er það, að dýr-
ið lifir góðu lífi og í fullu fjöri.