Skírnir - 01.01.1922, Síða 111
Skírnir]
Um kynrannsóknir.
103
Þessar stórmerkilegu tilraunir, að láta menn og dýr
kasta ellibelgnum, hafa eina og von er til, vakið mjög
mikla eftirtekt um öll lönd. Hefir hjer að framan verið
skýrt frá þeim staðreyndum, sem menn hafa að styðja
sig við. En margar athugasemdir má gera við þetta, og
ýmsar efasemdir vakna, þegar málið er athugað nánar.
Fyrst og fremst er hugsunin og kenningin, sem lögð
er til grundvallar fyrir þessum tilraunum, alls ekki ljós.
Er margt við hana að athuga. En sleppum því. Oft hefir
fengist góður verklegur árangur, þótt forsendurnar hafi
verið rangar. En margt er að athuga fyrir því.
1 fyrsta lagi hefir samskonar aðgerð verið oftsinnis
gerð á mönnum, í öðrum tilgangi, án þess að lík ein-
kenni hafi vakið athygli. Reyndar má segja, að læknar
hafi ekki beint athygli sinni að þeim og þess vegna ekki
sjeð þau. Þetta kemur oft fyrir.
Mikilvægari er sú mótbáran, að dæmin sjeu of fá.
Tilviljun getur ráðið. Vjer verðum að heimta fleiri dæmi,
og frá fleiri hliðum. Sand læknir varar líka alvarlega
við því að draga almennar ályktanir af þeim.
Þriðja mótbáran er líka mjög mikilvæg. Allir 3 sjúk-
lingar Steinachs höfðu alvarlegan sjúkdóm í kynfærunum,
sem Steinach læknaði samtímis. Það er því ekki að
undra, þótt sjúklingarnir fyndu mun á sjer og yrðu bjart-
sýnni, þegar þeir urðu heilir heilsu og þjáningalausir.
Þess er og að gæta, að sumir sjúklingarnir lýstu ástandi
sínu í brjefi, sem þeir sendu Steinach; hann sá þá ekki
sjálfur. Loks má gera ráð fyrir því, að Steinach hafi
haft sálarleg áhrif á sjúklingana. Vita allir, hvað þesshátt-
ar áhrif geta verið máttug. Auðvitað gilda þessar mót-
bárur ekki hundinn eða hrútinn.
Alt þetta eru svo miklar mótbárur, að vjer verðum
enn þá að bíða átekta, hvort þessar tilraunir hepnast
alment og verða nothæfar. En reynist svo, þá væri það
einhver mesta uppgötvunin, sem læknisfræðin hefir gert.
En það verðum vjer að gera oss ljóst, að þetta getur
aldrei orðið neitt allsherjarmeðal. Þess getur enginn
vænst, að með því fáist nokkur bót á líffæraskemdum,
eða sjúkdómum, sem ekki eru í beinu sambandi við ell-
ina. Og auk þess fylgja ellinni ýmsir kvillar, sem örð-
ugt er að hugsa sjer að geti læknast, ef þeir á annað
borð hafa gert vart við sig.