Skírnir - 01.01.1922, Side 113
Utanfarir
i.
Það dylst engum, að utanfarir hafa farið mjög i vöxt
á 8Íðari árum, þrátt fyrir dýrtíð og gjaldeyrisskort svo
magnaðan, að nauðsynlegustu fjárgreiðslur erlendis hafa
orðið að bíða betri tima. Á hverju skipi, sem lætur hjeðan
í haf, fara hópar karla og kvenna af landi brott, um
skamman eða langau tíma. Mjer heflr orðið það alveg
ósjálfrátt, og oftar en einu sinni, að bera saman í hugan-
um þessi ferðalög manna nú og áður fyr. Þess er enn
skamt að minnast, að helstu farþegar millilandaskipannar
að minsta kosti á sumum tímum árs, voru ungir menta-
menn, sem leituðu hjeðan að kanna ókunna stigu. Var
hópur sá oftast mannvænlegur og liklegur til afreka.
Raunar urðu ferðir þessar sjaldnast til fjár, enda ekki til
þess gerðar, en nokkurs frama munu margir þeirra hafa
aflað sjer og safnað forða þekkingar og víðsýni. Nokkrir
heltust að visu úr lestinni eða gerðust borgarar annara
landa, en ljetu sjer samt í hvívetna ant um heill og heið-
ur ættjarðar sinnar, eins og kunuugt er. Hinir hjeldu
aftur heim, fyr eða síðar, auðugri að visku og lífsreynslu,.
fróðir um margt það, sem orðið gat landi og lýð að
gagni.
Hver sá, er rennir augum yflr farþegaskrár skipanna
hin 8Íðari árin, mun fljótt sjá, að þetta lið er nú öðru vísi
skipað en áður var. Mentamennirnir eru að mestu úr
sögunni, en í stað þeirra kominn margvislegur hópur
kaupahjeðna, æðri og óæðri, og mikill fjöldi ungra kvenna.
Jeg tel nú vist, að fólk þetta muni þykjast eiga brýnt