Skírnir - 01.01.1922, Qupperneq 114
106
Utanfarir.
[Skirnir
erindi til annara landa, og get gert mjer grein fyrir ýms-
um ástæðum. Ungu stúlkurnar munu fara til þess að afla sjer
mentunar til munns, handa eða fóta, og sumar í atvinnu- eða
æfintýraleit. Kaupmennirnir fara um hálfan heiminn,
kaupandi og seljandi, og flytja hingað heim gnótt gæða
og matar, svo að enginn þurfl að svelta eða neita sjer um
nein þau þægindi, sem tíðkast annarstaðar, ef ekki brest-
ur fje til kaupanna. öll þessi viðleitni er sjálfsagt góðra
gjalda verð, ef miðað er við líkamlegar þarflr, en ekki
tel jeg nokkurn vafa á því, að minna sje ura andlegt
verðmæti í þessum hóp en áður var.
Því mun nú svarað, að þessi breyting sje í alla staði
eðlileg; framfarir hafi orðið afarmiklar á öllum sviðum
og efnahagur manna batnað, og við það hafi aukist mark-
aðarþörf fyrir afurðir vorar erlendis og eftirspurn eftir
erlendum varningi. Þetta mun tvímælalaust rjett vera,
og ekki skal jeg iasta framtakssemi kaupmanna eða
atvinnurekenda, þótt jeg beri nokkrar brigður á, að allar
ferðir þeirra sjeu landi voru mikið hnoss. — Um menta-
mennina mun það sagt, að nú sjeu ferðalög þeirra óþarf-
ari orðin, síðan innlendar mentastofnanir komust á fót og
þó sjerstaklega háskólinn. Mig brestur alveg þekkingu
á starfi hans, eða hve vel það er rækt, og skal því sem
fæst um það tala. Þykir mjer sanngjarnast að telja senni-
legt, að háskólinn, þótt ungur sje og ófullkominn, leysi
sæmilega af hendi það, sem honum er ætlað að rækja
og honum er sjálfrátt. En hitt fær hann ekki við ráðið,
sem ekki er heldur von, að andrúmsloftið utan skólans
er hvorki gott nje líklegt til að glæða andlegan þrótt
nemendanna. Reykjavík hefir ýmislegt til síns ágætis
og er á framfaraskeiði að sumu leyti, en menningarstöð
er hún ekki orðin enn, þrátt fyrir skóla og söfn, þing og
önnur gæði. Hún er í mörgum efnum lítið annað en
fiskiþorp, sem miðar alt verðmæti við fiskinn, sem úr
sjónum kemur, og fjeð sem fyrir hann fæst. Þykir mjer
hafa á því borið hin síðari árin, að mönnum hætti við
að vega manngildi á peningavog og meta lítils mannvit