Skírnir - 01.01.1922, Page 115
Sklrnir
Utanfarir.
107
án fjár. Hjá öllum þorra manna vekur glæsilegur búðar-
gluggi meiri athygli en málverkasýning, og fimleikasýn-
ing, og jafnvel loddarasýning, er betur sótt en góður
fyrirlestur, nema ef eitthvert nýjabrum er að honum eða
fyrirlesaranum. Það mun og mega teljast þorpseinkenni,
að hjer þekkir hver annan og helst að illu einu, því að
sjaldan er svo minst á mann í viðræðum, að honum sje
ekki fundið margt til foráttu. Að vísu kemur mjer ekki
til hugar að fullyrða, að vjer sjeum einir um þessa galla,
en þeirra gætir einkum hjá þeim, sem fáir eru og smáir,
eru verri í þorpi en í stórri borg. — Vilji menn hins
vegar á það líta, sem best er og líklegast til þess að efla
andlegan þroska ungra manna, gera þá göfuga og víð-
sýna, þá er að vonum ekki um auðugan garð að gresja
hjá oss. Vjer eigum ekkert viðunandi leikhús, fáa góða
leikara og engan afbragð, lítið af góðum söfnum, fáa lista-
menn, er haldist geti við hjer á landi, og brestur yflrleitt
flest það, sem vekur mesta aðdáun í brjóstum ungra manna
og eykur þeim hug og dug. Þekking, sem fá má af bók-
um, er mikilsverð og nauðsynleg, en svo hefir áður verið
og er enn, að ekki er minna um vert ábrifln utan skól-
anna.
I þessu sambandi virðist ekki ástæðulaust að minn-
ast á, hve mikinn þátt utanfarir mentamanna hafa átt í
andlegri þróun og framförum þessa lands frá upphafl.
'Til annara landa hafa menn löngum sótt hið frjóvgandi
afl, nýjar hugsanir og áhugamál, sem borið hafa hjer
góðan ávöxt. Þar hefir kviknað sá eldur, sem eigi dó,
þótt á eftir kæmi æfilöng einangrun úti um sveitir lands.
'Og margar þjóðiegustu hreyfingarnar eiga upptök sín að
rekja til námsáranna í Kaupmannahöfn. Fjarlægðin glæddi
ástina til lands og lýðs, og ait það, sem fyrir augun bar
eða um spurðist og til bóta raátti verða, og það var flest,
varð þeim hvöt til dáða.
Hugsum oss svo til samanburðar raann, sem lokið
'hefir embættisprófi hjer í bæ og engu kynst utan skólans
•öðru en sveitinni sinni og Reykjavík. Er það líklegt, að