Skírnir - 01.01.1922, Síða 119
Sklrnir]
Utanfarir.
111
III.
Eitthvert veður virðist þing og stjórn þó hafa haft
af því, að nauðsynlegt mundi vera að greiða götu stúdenta,.
er stunda vilja nám erlendis. I fjárlögum síðustu ára
hafa verið veittar 8000 kr. í hvert sinn í þessu skyni, og
um leið ákveðið, að styrkja mætti hvern þann stúdent,
er styrksins nyti, með alt að 1200 kr. á ári í 4 ár. Jeg
veit nú ekki, hvort allir hafa gert sjer Ijóst, hversu mik-
ill þessi styrkur er, þegar til framkvæmda kemur, eða
hve margir geta notið hans. Það er sama sem að 6 stú-
dentar fái 1200 kr. og einn 800 kr. fjórða hvert ár, eða
að meðaltali einn stúdent 1200 kr. á ári og annar 800,.
eða nákvæmlega reiknað l2/8 stúdent fullan styrk á ári
hverju.
Með þessari styrkveiting hyggjast menn svo að yngja
upp alt að 100 manna liðsveit, eins og áður er sagt, og
virði8t ekki þörf á að eyða mörgum orðum að þvi, hve
fjarri það er öllum sanni, að þetta megi takast. Það bæt-
ir nú raunar nokkuð úr skák, að námstíminn erlendis er
ekki jafn langur hjá ölium; þannig mætti t. d. ætla, að
væntanlegir háskólakennarar gætu flestir stundað embætt-
isnám hjer heima og svo mentast til viðbótar erlendia,
en varla skemur en 2 ár. Telst mjer svo til að liða
mundu 30—40 ár, áður en liðsaflinn yrði endurnýjaður
að fullu, og yrðu þá flestir orðnir vel rosknir, er nú skipa
Btöðurnar, og sumir að sjálfsögðu fyrir löngu komnir undir
græna torfu.
Sumir kunna nú að segja, að Sáttmálasjóður muni
geta hlaupið undir bagga og flýtt fyrir endurnýjun liðsins,
en litlar likur eru til þess, því að sem stendur styrkir
hann að eins fáa kandídata til eins árs vistar erlendis, og
þótt hann verði framvegis talsvert riflegri á fjárframlög
1 þessu skyni, en hann hefir yerið til þessa, þá mun hann
hafa nógu öðru að sinna, eins og siðar mun sagt verða.
Af þvi, er nú er sagt, blandast mjer ekki hugur ura,.
að allar ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til þessa, eru
með öllu ófullnægjandi, og af því að jeg hefi ekki sje&