Skírnir - 01.01.1922, Page 131
Skirnir]
Landmörk islenskrar orðlistar.
123
í gegn um alt, sem hann hefir skrifað. í Edbrndrene bls.
46 er söguhetjan, Leifur, viltur upp á heiði í gaddbyl og
hesturinn vill ekki halda áfram. >Hvad gaar der af
Krikken(!)c. En rjett á eftir segir höf. um Leif: »Han
synger den (sc. Krikken) en hojstemt Lovsang*. Og rjett
á eftir lofsöngnum um bykkjuna: »Med et eneste Snit
fra for til agter ridser (sic!) han Bugen op«. Trúlega og
smekklega sögð saga. Síðan lætur liann Leif skríða inn
í kviðinn á hestinum. »Han nyder den dejlige Lunhed
derinde — — en indvendig Latter klukker i hans Bryst«.
BIs. 98 s. st. segir frá árás Leifs á Ingólf alt í einu út
af trúbragðamuninum, og er þetta vel fallið til þess að
skýra fyrir mönnum, hvernig andi þessa höfundar starf-
ar. »Leif var blaarod og oppustet i Ansigtet og fraadede
af Munden«. Ekki ósennileg saga um norrænan fornmann
gagnvart fóstbróður út af ofstæki í trúbrögðum. Og svo
segir bls. 99: »1 sit stille Sind (eftir froðufallið á næstu
bls. á undan) spekulerede han haablost over, hvordan
han skulde bære sig ad med nogensinde mere at aabne
0jne!« Það er mikilsvert fyrir Norðurlönd að fá slíkan
túlk til þess að skýra sálarlíf forfeðra vorra.
Á öðrum stað tekst G. G. á hendur að yrkja upp
Hákonarsögu Sturlu (Konungssonur i Skírni 1918). Kem-
ur smekkvísi höf. berlega í ijós í samræðu Ingu frá Var-
teigi við Auðun frænda hennar, þar sem hún segir hon-
um, að hún sje með barni: » — En þú ræðir um barn
þitt, svo sem þú vissir, að það mundi verða sveinn«. —
»Það hlýtur að vera sveinn, slíkt sprikl og spark(!) sem
er í honum« (sic!) (bls. 20).
Það mun hafa komið fyrir, að þýðendur G. G. á is-
lensku hafa ekki getað fengið sig til þess að taka smekk-
leysur hans upp eftir honum, og er það eðlilegt. Þar sem
segir af draumi Margrjetar í »Varg i Veum«, hefir þýð-
andinn ekki getað lagt sig niður við að þýða eina setn-
inguna, heldur sleppir henni. — Ein klausa höf. í »den
unge 0rn«, bls. 97, er gott sýnishorn: »han havde den
uundgaaelige skidne(!) Fornemmelse af, at han solede sig