Skírnir - 01.01.1922, Síða 133
Skírnir]
Landmörk ialenskrar orðlistar.
125
að hjá svo fámennri þjóð, sem vjer erum, verður ekki
mörgum á að skipa sem ritdómurum, en þeir hinir sömu,
sem helst væru færir til þess aö segja hið sanna um
gildi þessara skrifa, munu vilja koma sjer hjá því ámæli,
" að þeir sjeu að skemma fyrir löndum vorum meðal er-
lendra lesenda. Þegar allt kemur til alls, verður þó ekki
annað sagt, en að einatt heyrist það mælt hjer meðal
manna, að fulllangt muni nú þegar vera farið í því að
halda hlífiskildi yfir þessu og öðru eins, sem verður svo
síðar lagt til grundvallar, þegar bókmenntasögur útiend-
inga fara að fella hina óhlutdrægu dóma.
Frá þessu landmarki íslenskrar skáldmenntar, þar
sem nafn íslands og málfrægð er gert að auglýsingu á
ritverkum, er hefðu ekki getað komið sjer upp hjer, er
það hressandi að líta inn á annað andstætt svæði, lengst
norður við haf, þar sem fábýli og langar vetrarnætur
' rikja, en harðneskja og fegurð lands vors hefir tekið
skáldið Guðmund Friðjónsson í heimaskóla. íslenskt
þjóðarmái, líf og landshættir hafa náð nýjum tökum á
almenningi fyrir oi'ð hans. Hann hefir flutt út landmörk
orðlistar vorrar hjer heima yfir víð svæði. Ibsen segir í
vísu einni: að yrkja sje það, »að halda dómsdag yfir sjer
sjálfum* — og hann segir, einnig á öðrum stað eitthvað
á þá leið, að skáldskapurinn sje það, »að flytja út landa-
mærin«. Hvorttveggja hefir G. F. gert. Hann hefir fyrst
og fremst orkt fyrir sig sjálfan, og selt sjer eigið full-
dæmi um gildi þess, sem hann samdi; en svo hefir hann
smátt og smátt unnið áheyrn þjóðarinnar. Hann rjeðst
þegar í byrjun á erfiðustu garðana, og ijet hugsun og
málþrótt sitja í fyrirrúmi, samkvæmt arfgengu eðli and-
ans manna af norrænum stofni. Leið hans var erfið og
því nær ógeng, því að aldrei gat farið hjá því, að smekk-
vísi yrði brigðul og kynni að skeika hættulega, þar sem
Ieinbúinn úti á Sandi hafði ekki verið búinn undir rit-
mennt í æðri skólum. En hann ljet þetta ekki víkja sjer
úr stefnu. Og ótrúlega fljótt sáust frá honum einstöku
ljóð, sem verða að teljast meðal þess besta, sem skáld-