Skírnir - 01.01.1922, Page 137
Skinrir]
Landmörk islenskrar orðlistar.
129
hve hátt almenningur stendur hjer að tiltölu, sje borið
saman við yfirstjett vora, sem svo er kölluð. Jafnframt
því, sem meðalmennska flestra þeirra íslenskra rithöfunda,
er skrifað hafa á síðustu árum fyrir erlenda lesendur,
hefir verið látin vaða uppi, óátalið að mestu hjer heima,
og meðan útlendir ritdómar um verk þeirra hafa svo að
segja eingöngu grundvallast á velvild og virðing heims-
ins fyrir þjóðerni voru og tungu, virðist oss sjálfa einnig
skorta einurð og rjettlæti gagnvart því sem kemur fram
heima fyrir af listum og vísindum. Þannig hefir það orð-
ið að báðum þessum rithöfundum hefir verið gjört rangt
til, hvorum á sinn hátt. Danski íslendingurinn G. G.
hefir aldrei verið nógu rækilega fræddur um það, hjeðan
að heiman, sem hann víst er ófær til að skynja af sjálfs-
dáðum — að hann er að jarða Norðurlönd í óhæfum, fá-
dæma þvættingi, skáldskapar og fegurðarsnauðum, sem
skyggir á skáldfrægð Islands, út að ytstu endimörkum
þeirrar þekkingar um norræna ritlist, sem til er meðal
þjóðanna. En jafnframt hefir íslenska sveitaskáldið G. F.
hlotið áð finna sárt til þess, að svo lítið hefir verið gjört
til þess að bæta honum það upp, hve þröngt starfsvið
hans er hjer í fámenninu — þar sem hann hefir svo
dyggilega unnið að því að efla nýja trú og fastari sann-
færing meðal vor um mátt máls vors og þjóðernis til þess
að bera uppi ágæta og einstaka skáldlist.
Reykjavík 20. júní 1922.
Einar Benedilctsson.
9