Skírnir - 01.01.1922, Page 138
íslenzkt tónlistareðli.
Þjóðlög.
Þjóðlög nefna8t söng- og leiklög þau, sena þjóð hefir
skapað1, mótað og geymt æfum og öldum saman. I þeim
býr oftast skapandi hugvit, sem veitir þeim langlífi eða
eilíft lif. Ekki geta þó þjóðlög taliat liat, heldur efni í list,
og oft eru ekki þjóðlögin sjálf listarefni, heldur eðli þeirra.
Ekki geta þau lög talist þjóðlög, sem alþýða iðkar eitt
eða fleiri ár, en hverfa síðan. Sjerstaklega varist menn
að telja þjóðlög þann lagaleirburð, sem hvert ár í nýrri
mynd geysar meðal alþjóðaskrílsins. Dásamlegt er, að
hið ljelega verður sjaldan langlíft.
Islenzk þjóðlög.
Hugmyndir manna um íslenzk þjóðlög voru um
langt skeið mjög óskýrar. Samgönguskorturinn hefir
vafalaust verið orsök þess. Lögin breiddust lítið út, en
lifðu mann fram af mannií einu hjeraði. Það er ekki heldur
hvöt norrænnar göfgi, að ausa tilfinningum sínum yfir aðra.
Þetta munu vera tvær orsakanna til þess, að flestir Is-
lendingar vita enn lítið um sin eigin þjóðlög.
Islenzkt tónlistareðli.
Nokkuð hafa islenzk þjóðlög þegar verið rannsökuð,
en mest hefir lent í tilgátum, hvort einstök lög væru ís-
lenzk eða aðflutt, og oft hufir þar verið rætt um svip-
lausustu lögin. Þó er það atriðið mikilvægast, hvort til
1) Þjóöin «em heild hefir með löngum timft skapað lögin, þó að
einstakir hngvitamenn hafi oft átt opptökin.