Skírnir - 01.01.1922, Page 140
132
íslenzkt tónlistareðli.
[Sbirnir
lega flutt með sama tón (sömu nótu). Söngur mun upp-
haflega vera þannig til orðinn, að menn fóru að mæla
fram á tilbreytilegan hátt. Allar frumtilraunir söngs
hreyfast því um mjög þröngt tónsvið, en slík lög er auð-
veldast að læra. Þetta er einkenni margra þjóðlaga og
fyrst rekum við augun í þetta einkenni íslenzkra þjóð-
laga. Þar eru lög, sem hreyfast að eins um svið einnar
þríundar og nota aðeins þrjá tóna, t. d.1:
-jC—2-3—1 j —]—4 *- —\ 1-- j—p i -j
-ffi 4 4 -J -é--* -J-J- —é é— - * • J -J- J -1
Sjaldan er hreyfisvið laganna heil áttund og nær
aldrei meira en áttund. Þó fá þau flutt ákveðna hugs-
anaröðun og skýrar og merkilegar hugsanir.
II. Endurteknar nótur.
Afaralgengt er það í íslenzkum þjóðlögum, að nótur
eru endurteknar oft og með þungum áherzlum, t. d. þannig2 3:
III. S t ö k k.
Þegar lögin breyta um nótu, þá verður það oft með
þeim hætti, að stokkið er af einni nótu á aðra, án tengi-
nótna. Seinasta dæmið sýni'- þetta vel8. Þetta, að forð-
ast tvíundarskref og tenginótur, og stökkva á milli endur-
tekinna nótna (stundum i stœJclcuðum tónbilum), er oft
stórhrikalegt og án efa ramnorrænt.
í sumum »gömlu lögunum*, grallara- ogpassíusálma-
lögunum, ber reyndar töluvert á nokkurs konar tenginót-
um, en þær eru einkennilega notaðar. Þetta frum:
1) Á bls. 875 i þjóðlagasafni Bjarna Þ. (Hjer merkjast’tilvitnan-
ir i bók þá annars að eins „B. Þ. blB. . . .“
2) B. Þ. bls. 234.
3) Ekki verðnr þvi komið hjer við að sýna hvert einkenni með
mörgnm dœmnm, en menn geta sjálfir fengið atbnganirnar staðfestar
með þvi aö blaða i bók B. Þ.