Skírnir - 01.01.1922, Page 142
184
íilenzkt tónlistareöli.
[Skirnir
VII. V i ð b æ t i r.
Endir islenzkra þjóðlaga er oft najög einkennilegur.
Oft er hann nokkurskonar viðbætir (coda), sem ekkert
hliðstætt (symmetriskt) sarahengi hefir við það, sem áður
er komið, og stundum flyzt þannig lína, sem er sjálfu lag-
inu alveg óskyld. Stundum lýsir þetta gáska, en stund-
um þungri alvöru. Bragarhátturinn skýrir þetta oft vel1.
Sjá lagið við »Sá ljósi dagur liðinn er« (B. Þ. bls. 450).
lögin við »Keisari nokkur mætur mann« (B. Þ. bls. 499—
500), Tónlistarhætti eftir höf. þessarar greinar (bls. 6) o.
fi. o. fl.
VIII. S e i n k a n i r.
Endi laganna er oft seinkað mjög og seinustu nót-
unni haldir afarlengi. B. Þ. getur þess, að þegar einn
hafi sungið, hafi oft aðrir tekið undir seinustu nóturnar
eða nótuna og haldið henni lengi. Þetta hlýtur að hafa
einkennileg áhrif.
IX. Rykkir.
Oft enda lögin með ýraiskonar frjálsum rykkjum,
sem hver syngur eftir sínu höfði með breytilegum fallanda.
Rykkir þessir koma einnig stundum til notkunar í miðju
lagi og í önnur línulok. Oft er notuð þessi lína: co eða:
En svo óútreiknanlegir eru þessir útúrdúrar, að erfitt er
að lýsa þeim. Alt það, sem línur og hljóðföll geta flutt,
er þar uotað, jafnvel stór stökk og einkennileg, sem
gagnstæð eru laginu sjálfu, t. d.2:
:y tn* “11
I°* 1 11
l 11
Löi ! =\
Vi/
a........................
1) Oft virðist mega álíta að annaðhvort hafi hann skapað lag-
h&ttinn (og þenna einkennilega endi) eða að lagháttnrinn hafi skapað
bragarháttinn.
2) B. Þ. hli. 869.