Skírnir - 01.01.1922, Page 144
liió íslenzkt tónlistareðli. [Skirnir
mælikvarða Evróputónlistarinnar. í tvÍBöngnum ber einna
mest á ým8um þessum tónölu einkennum.
Rauði þrdðurinn.
Hjer eru nú rakin tíu einkenni íslenzkra þjóðlaga og
mætti þó líklega fleiri til nefna. JEinkenni pessi lýsa sem
rauður þrdður gegnum heildarsafn Islenzkra þjóðlaga frd
öllum timum. Er það bezta sönnun þess að um sér-
Btakt íslenzkt tónlistareðli er að ræða. Ekki fáum vjer
rent grun i, hve mikið af lögum hefir glatast, t. d. þegar
vikivakarnir lögðust niður, en nú mega íslendingar fara
að læra að meta slíkt og bjarga því sem bjarga má enn.
Útlend áhrif.
Þeir sem ekki vilja skilja mál þetta, geta eflaust
fundið lög, sem erfitt er að heimfæra til nefndra einkenna.
Ekki skal hjer fullyrt að í hverju þjóðlagi komi öll þessi
einkenni í ljós, en fá munu finnast, sem ekki flytja eitt-
hvert þeirra Þau lög á Islandi, sem fjarlægjast þessi
einkenni, eru lík Evróp-utónlist siðustu alda og eflaust
þaðan sprottin, enda eru þau mörg sviplaus og hugdöpur,
þ e. ekki til orðin af skapandi eiginafli, heldur sem
eftirmynd. En Evróputónlist siðustu alda er ólik íslenzku
tónli8tareðli. Hjer hefir verið sýndur mælikvarði sá, sem
skorið getur úr, hvort telja skuli lög íslenzk eða ekki.
T. d. eru lögin úr ferðabók Mackenzies (B. Þ. bls 471-475)
útlend að eðli, hvort sem þau eru rituð á Islandi eða
eigi. Þau minna á Gluck, Mozart og þeirra samtíðar-
meun og sýna töluverða kunnáttu í klassiskrí hljómfræði,
þó að raddfærslan mótist eðlilega af hljóðfærinu.
Tvisöngurinn.
íslenzkum þjóðlögum má skifta í tvo flokka, tvísöngs-
löe og rímnalög. Hljómasamböndin eru aðaleinkenni tví-
söngsins.
Eins og kunnugt er álíta vísindin, að íslenzki tvísöng-
urinn stafi frá þeim gamla tvísöng, sem organum heitir
og er meira en þúsund ára gamall. Ekki verður skorið